Enn og aftur skemmdir á Skanssvæði
13. júní, 2012
Þegar staðarhaldari kom við á Skanssvæðinu í morgun, blasti við heldur ófögur sjón. Enn og aftur var búið að valda skemmdum á svæðinu. Þannig var ljós brotið og skemmt, rusli var dreift um svæðið, fáni dreginn niður og bekkjum snúið á hvolf. Málið er í höndum lögreglunnar en myndir af viðkomandi skemmdarvörgum náðust á öryggismyndavél.

Tengdar fréttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst