�?óra Arnórsdóttir fundar í Eyjum á þriðjudagskvöld

Þóra Arnórsdóttir, forsetaframbjóðandi, býður Eyjamönnum til opins fundar í Akóges á morgun, þriðudaginn 12. júní kl. 20.00. Þar mun hún kynna áherslur sínar í forsetakjörinu, – sína sýn á embætttið og svara spurningum sem brenna á gestum. (meira…)

ÍBV mætir Breiðabliki í bikarkeppni kvenna

Nú í hádeginu var dregið í 16 liða úrslitum í Borgunarbikar karla og kvenna. Kvennalið ÍBV fékk heimaleik gegn Breiðabliki en Blikar unnu ÍBV á dögunum í Íslandsmótinu á Hásteinsvelli 0:1 í jöfnum og skemmtilegum leik. Karlalið ÍBV mætir Víkingi á Ólafsvík á morgun í 32ja liða úrslitum. (meira…)

Taka á móti nýliðunum í dag

Kvennalið ÍBV tekur á móti Selfossi í Pepsídeild kvenna á Hásteinsvelli klukkan 18:00 í dag. Nýliðar Selfoss hafa farið vel af stað í Íslandsmótinu en liðið er í 6. sæti, hefur unnið tvo leiki, gert eitt jafntefli og tapað tveimur. ÍBV er hins vegar í 4. sæti, hefur unnið þrjá leiki en tapað tveimur. (meira…)

Keppti meðal þeirra bestu

Um helgina var haldin árleg Erzberg enduro-keppni í Austurríki en hún er talin ein þeirra erfiðustu í motorcross-heiminum. Vestmannaeyingurinn Benóný Benónýsson tók þátt í keppninni í ár, fyrstur Íslendinga, en hann keppir á GasGas 300ec. (meira…)

Vinsæl færeysk tónlistarkona í Vinaminni

Færeyska tónlistarkonan Guðríð Hanson kemur fram á tónleikum í Vinaminni næstkomandi laugardag. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 en Guðríð hefur vakið verðskuld­aða athygli undanfarið fyrir nýjustu plötu sína, Beyond the Grey. (meira…)

Egils Gull mótið hefst í dag

Nú í morgunsárið er að hefjast Egils Gull mótið í golfi en mótið er annað stigamótið í Eimskipsmótaröðinni, sem er Íslandsmót kylfinga. Völlurinn í Eyjum skartar sínu fegursta og hefur sjaldan verið betri en einmitt nú en veðrið er eitthvað að stríða kylfingum því nokkur vindur er í Eyjum og í mestu hviðunum fer vindhraðinn […]

Lundavarpið byrjar betur en of snemmt að gleðjast

Lundavarpið í Vestmannaeyjum er byrjað og það á eðlilegum tíma. Þar að auki hefur verið orpið í fleiri holur en undanfarin ár. Erpur Snær Hansen, líffræðingur og forstöðumaður vistfræðirannsókna hjá Náttúrustofu Suðurlands, segist þó í Morgunblaðinu í dag ekki þora að vera of bjartsýnn. Vísbendingar séu um að mikið sé um að egg séu afrækt. […]

Karlakórinn Söngbræður í Höllinni í kvöld

Karlakórnum Söng­bræður úr Borgarfirði heimsækir Eyjarnar í kvöld, föstudaginn 8. júní. Ákveðið hefur verið að halda söngskemmtun í Höllinni, kl. 21:00. Stjórnandi kórsins er Viðar Guðmundsson, en hann er ættaður úr Borgarfirði, en býr nú með sauðfé á Ströndum, en er auk þess kórstjóri, organisti, píanóleikari og tónlistarkennari. (meira…)

Minningartónleikar um �?svald Salberg

Næstkomandi laugardag, klukkan 21:00 verða haldnir tónleikar sem bera nafnið Hjartalag. Tónleikarnir eru minningartónleikar til styrktar Neistanum, styrktarfélagi hjart­veikra barna en tónleikarnir eru haldnir til minningar um drenginn Ósvald Salberg Tórshamar, sem lést aðeins 10 mánaða gamall í júní 1999 vegna hjartagalla. (meira…)

Fæstir sögðust ætla að flytja frá Vestmannaeyjum

Byggðastofnun hefur gefið út skýrslu sem ber heitið: Samfélag, atvinnulíf og íbúaþróun í byggðarlögum með langtíma fólksfækkun. Í skýrslunni eru tekin til skoðunar svæði þar sem íbúum hefur fækkað um 15 prósent eða meira á síðustu 15 árum. Alls eru þetta 30 sveitarfélög og þar á meðal eru Vestmannaeyjar. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.