Hálsmeni stolið úr Gullbúðinni

Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og rólegt í kringum skemmtistaði bæjarins um helgina. Þó þurfti lögreglan að hafa afskipti af fólki sem lét ófriðlega en þau mál leystust flest farsællega. Síðdegis sl. föstudag var lögreglu tilkynnt um þjófnað úr Gullbúðinni v/Vestmannabraut en þarna hafið hálsmeni verið stolið þar sem það lá á afgreiðsluborði. […]
Miðað við mælistiku R�?V þá leggst byggð af í Vestmannaeyjum á þessari öld

Í fréttum á RÚV í gær kom fram ágætis umfjöllun um stöðu Vestfjarða. Þar var sýnt fram á að ef línulegt framhald yrði á þeirri íbúaþróun sem verið hefur á Vestfjörðum seinustu ár þá myndi byggð leggjast þar af á 30 árum, nánar tiltekið í ágúst árið 2075. Það er hrollvekjandi tilhugsun enda eru Vestfirðir […]
Áætla að um 180 störf tapist gengi breytingarnar eftir

Útvegsbændafélag Vestmannaeyja sendi frá sér umsögn vegna fyrirhuguðu fiskveiðifrumvarpi ríkisstjórnarinnar. „ÚV áætlar að um 80 störf við sjávarútveg í Vestmannaeyjum hafi eða muni glatast við ákvarðanir stjórnvalda. Til viðbótar er áætlað að um 100 afleidd störf tapist. Núverandi stjórnvöld hafa með breytingum á fiskveiðistjórnarkerfinu valdið því að 100 fjölskyldur í Vestmannaeyjum hafa eða munu glata […]
Fellur ÍBV úr leik í kvöld?

Í kvöld klukkan 18:00 fer fram þriðji, og hugsanlega síðasti leikur Fram og ÍBV í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta kvenna. Fram er komið í 2:0 í einvíginu eftir sigur í Eyjum á laugardaginn sem þýðir að ÍBV er komið með bakið upp að vegg. Tap í kvöld þýðir að Fram er komið áfram í úrslitin […]
Einleikurinn Afinn með Sigurði Sigurjónsyni á leið um landið

Einn ástsælasti leikari þjóðarinnar Sigurður Sigurjónsson ferðast um landið með glænýtt íslenskt gamanleikrit í farteskinu, Afinn, leikrit sem fékk mjög góða dóma sem og aðsókn í Borgarleikhúsinu á yfirstandandi og síðastliðnu leikári. Uppfærslan er samvinna þeirra Sigurðar og Bjarna Hauks Þórssonar. Áður hafa þeir unnið saman að Hellisbúanum og Pabbanum. (meira…)
Halda 200 manna veislu í Færeyjum

Hópur Vestmannaeyinga er nú staddur í Götu í Færeyjum og hefur haldið tvenna tónleika á Eyjunum. Mikil stemning er í hópnum, sem telur rúmlega níutíu manns. Árni Johnsen alþingismaður er með hópnum og grípur í gítarinn þegar þannig ber undir. Hann segir mikla stemningu í hópnum og að ferðin hafi tekist mjög vel. Eingöngu eru […]
Slakur fyrri hálfleikur var ÍBV að falli

Kvennalið ÍBV er komið með bakið upp að vegg í einvíginu gegn Fram í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta. ÍBV tapaði í dag fyrir Fram á heimavelli, 18:22 sem þýðir að Fram er komið í 2:0 í einvíginu en þrjá sigurleiki þarf til að komast áfram. Næsti leikur liðanna verður næstkomandi mánudag á heimavelli Framara. (meira…)
Elías Fannar vann Trúbadorakeppni FM957

Eyjamanninum og knattspyrnukappanum Elíasi Fannari Stefnissyni er greinilega margt til lista lagt. Hann hefur reglulega komið fram á hinu ýmsu uppákomum, einn með gítarinn og í gær gerði hann gott betur því hann bar sigur úr býtum í Trúbadorakeppni útvarpsstöðvarinnar FM957. (meira…)
Fjallabræður eiga þjóðhátíðarlagið í ár!

Vestfirski Rokk-kórinn Fjallabræður eiga Þjóðhátíðarlagið í ár. Halldór Gunnar Pálsson Fjallabróðir samdi lagið en textan gerði Magnús Þór Sigmundsson. Fjallabræður munu flytja lagið ásamt Lúðrasveit Vestmannaeyja, en áður fyrr var þjóhátíðarlagið ávalt samið fyrir lúðrasveitina, og því er verið að leita aftur í upprunan með þessu lagi. (meira…)
Taka á móti Fram í dag

ÍBV tekur á móti Fram í dag í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handbolta. Fram vann nokkuð öruggan sigur í fyrsta leiknum í Reykjavík og leiðir einvígið 1:0 en þrjá sigurleiki þarf til að komast áfram. Eyjastúlkur léku illa lengst af í fyrsta leiknum og vilja vafalaust bæta fyrir slakan leik á […]