Svavar sektaður um 25 þúsund krónur

Aganefnd HSÍ ákvað á fundi sínum í dag, að sekta Svavar Vignisson, þjálfara ÍBV um 25 þúsund krónur fyrir ummæli sín eftir leik Gróttu og ÍBV í 8- liða úrslitum Íslandsmótsins. Svavari er ekki refsað fyrir að hafa sagst fundið áfengislykt af öðrum dómaranum en er refsað fyrir ummælin „…enda dæmdi hann eins og hann […]

Samið við Eimskip um rekstur Herjólfs

Eimskip mun reka Herjólf áfram en Vegagerðin hefur tekið síðara tilboði Eimskips í reksturinn. Um er að ræða rekstur frá 1. maí 2012 til 1. júní 2014 en samkvæmt heimildum Eyjafrétta.is er möguleiki á framlengingu samningsins til 1. september 2015, eða þegar núverandi skip fær ekki lengur haffærisskírteini á siglingaleiðinni. Síðara tilboð Eimskips hljóðaði upp […]

Ronan Keating á þjóðhátíð 2012

Írski söngvarinn Ronan Keating mun koma fram á þjóðhátíð en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá þjóðhátíðarnefnd. Ronan sló fyrst í gegn sem aðalsöngvari drengjasveitarinnar Boyzone en hóf síðan sólóferil sem spannar níu plötur sem selst hafa í 22 milljónum eintaka. Líklega er þekktasta lag hans úr gamanmyndinni Notting Hill, When you say nothing at […]

Heimaey VE 1 lögð af stað Vestmannaeyja

Heimaey VE 1, nýja uppsjávarveiðiskipið sem Ísfélag Vestmannaeyja lét smíða fyrir sig í Chile, lagði af stað frá Asmar skipasmíðastöðinni um kl. 16 á sumardaginn fyrsta. Áætlaður sigingatími skipsins til Vestmannaeyja er rúmar 3 vikur. Það er því reiknað með að Heimaey verði í heimahöfn 12.-13. maí ef allt gengur að óskum. (meira…)

Viktoría kemur fram í kvöld

Viktoría Rún Þorsteinsdóttir keppir í kvöld í Hæfileikakeppni Íslands á Skjá einum en Viktoría var ein af fjölmörgu sem sendu inn myndbönd af sér og sínum hæfileikum á mbl.is. Myndböndin skiptu fleiri hundruðum en aðeins 76 komust í undankeppnina sem hefur verið á dagskrá Skjás eins í apríl. Í kvöld er síðasti undankeppnin en í […]

Hvað er hann að gera í 2×260 metra reipi sem hann losar?

Myndbandsupptaka af óvenjulegu athæfi við Vestmannaeyjabæ þar sem maður hangir í mikilli hæð í 2×260 metra reipi sem hann svo losar, hefur vakið mikla eftirtekt. Um er að ræða svo kallað „Rope Swing Drop“ sem gengur út á að strengd eru reipi milli tveggja punkta í mikilli hæð. Þátttakandi fikrar sig út á mitt reipið […]

�?riggja marka tap í fyrsta leik

ÍBV tapaði fyrsta leiknum í undaúrslitum Íslandsmóts kvenna í handbolta en leikurinn fór fram á heimavelli Framara í dag. Lokatölur urðu 27:24 en staðan í hálfleik var 16:12 Fram í vil. Sigur Framliðsins var hins vegar nokkuð öruggur enda var fram lengst af yfir og náði mest átta marka forystu í síðari hálfleik. En Eyjastúlkur […]

Heimaey VE afhent Ísfélaginu á þriðjudaginn

„Allt gekk eftir áætlun og við erum búin að taka við Heimaey VE 1,“ sagði Eyþór Harðar­son. útgerðarstjóri Ísfélgsins sem var við­staddur þegar Asmar-skipasmíða­stöðin Asmar í Chile afhenti félaginu nýja skipið á þriðjudaginn. „Áætlun um heimsiglingu er á sumar­daginn fyrsta og vonandi fáum við skipið heim til Eyja eftir þrjár til fjórar vikur,“ bætti Eyþór […]

Leikfélag Vestmannaeyja Bæjarlistamaður 2012

Leikfélag Vestmannaeyja hlaut útnefninguna Bæjarlistamaður Vestmannaeyja nú rétt í þessu en valið var tilkynnt í sal Listaskóla Vestmannaeyja. Fram kom við afhendinguna að valið hefði verið erfitt því margir listamenn hefðu sótt um. Það var Hildur Sólveig Sigurðardóttir, formaður fræðslu- og menningarráðs Vestmannaeyjabæjar sem afhenti fulltrúum Leikfélagsins farandgrip, sem Bæjarlistamaðurinn fær ár hvert. (meira…)

Loks finnur Hafró þorskinn

Niðurstöður Hafrannsóknastofnunar á mæl­ingum þorskstofnsins í mars á þessu ári kom mjög vel út og stofnvísitala þorsks hefur ekki verið hærri frá árinu 1985. Meira hefur fengist af stórum þorski og meðalþyngd hans farið hækkandi undanfarin ár. Vísir menn reikna með að stofnunin mæli með auknum heimild­um í veiðum á þorski í kjölfarið. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.