Forsala á �?jóðhátíð 2012 er hafin!

Nú er hægt að panta miða í Dalinn í forsölu. Verð í forsölu er 13.900 kr til og með 10.apríl. Sú nýjung er í boði núna að hægt er að panta í valdar ferðir með Herjólfi og einnig gistingu. Gistingin sem er í boði er þrískipt: (meira…)
Risapáskabingó í kvöld

Í kvöld, þriðjudagin 27. mars klukkan 19:30 verður Risa páskaeggjabingó í Týsheimilinu. Það er 3. flokkur karla og kvenna í knattspyrnu sem stendur fyrir bingóinu en með því eru krakkarnir að safna sér í ferðasjóð fyrir sumarið. Stefnan hefur verið tekin á Svíþjóð í sumar. (meira…)
�??�?tgerðin þjóðnýtt�??

„Þetta er í fljótu bragði veiðileyfagjald á Vestmannaeyjar upp á 4-4,5 milljarða. Í sjálfu sér er ekkert flókið að lýsa afleiðingunum. Það verður að óbreyttu ekki stundaður sjávarútvegur í núverandi mynd eftir að slíkt frumvarp um veiðigjald hefur tekið gildi. Fyrirtæki leggja einfaldlega upp laupana,“ segir Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, um afleiðingar […]
Skýið efnislitla sveif með Gullvagninum

Uppskriftin að því hvernig lifa á af í tæpa hálf öld í skemmtanabransanum birtist Vestmannaeyingum í Höllinni á laugardagskvöldið þar sem Björgvin Halldórsson, söngvari með meiru og ókrýndur konungur poppsins, var mættur með frábæra sveit tónlistarmanna sem eru hluti af formúlunni. Og hún er: Veldu þér þá bestu til að vinna með, nýttu þér það […]
Bifreið skemmd í bifreiðageymslu

Það var frekar rólegt hjá lögreglu í liðinni viku og rólegt yfir skemmtanalífinu. Þó voru nokkur útköll vegna stympinga við skemmtistaði bæjarins um helgina en engin kæra liggur fyrir. Þá var eitthvað um útköll í heimahús vegna hávaða í tengslum við partýstand. (meira…)
Býr til gettó á landsbyggðinni

„Ég held að með þessu sé landsbyggðin orðin hálfgert gettó innan Íslands. Fiskvinnslufólk og sjómenn koma til með að borga með sér til að fá vinnu. Það eru skilaboðin,“ segir Bergur Kristinsson, formaður Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðanda í Vestmannaeyjum, um fyrirhugaða hækkun veiðigjalds. (meira…)
Netkosning Ungfrú Suðurland í fullum gangi

Keppnin Ungfrú Suðurland fer fram á Hótel Selfossi á föstudagskvöld en sex Eyjastúlkur taka þátt í keppninni. Alls taka fimmtán glæsilegar stúlkur þátt í keppninni í ár en veitt verða fjölmörg verðlaun í keppninni. Meðal annars er sérstök netkosning á gangi nú á Sunnlenska.is og hér á Eyjafréttum.is þar sem hægt er að velja Netstúlku […]
Stelpurnar lögðu Íslandsmeistarana

Meistaraflokkur kvenna í fótbolta lék sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum um síðustu helgi. Liðið lék gegn Val og steinlá 5-1. Valur komst í 2-0 áður en Berglind Björg minnkaði muninn með glæsilegu skallamarki. Valsstúlkur bættu við marki á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks og staðan því 3-1 í hálfleik. Í seinni hálfleik bættu svo Valsstúlkur við […]
Siglingastofnun óskar eftir tilboðum í viðhaldsdýpkun

Siglingastofnun Íslands óskar eftir tilboðum í viðhaldsdýpkun í Landeyjahöfn sumarið 2012. Um er að ræða dýpkun sem framkvæmd verður í 3-5 skipti á tímabilinu 1. maí til 15. október 2012. Áætlað heildarmagn dýpkunar á tímabilinu er allt að 70.000 m3. (meira…)
Eyjamenn þurfa að treysta á Víking

Það má segja að tímabilið hafi að miklu leyti endurspeglast í leik ÍBV gegn Stjörnunni í kvöld. Eyjamenn léku ágætlega á köflum en náðu einhvernveginn ekki að hrista Garðbæinga almennilega af sér. ÍBV náði mest fjögurra marka forystu og var tveimur mörkum yfir þegar tvær og hálf mínúta var til leiksloka. En þá virtist allt […]