Allir vinna!

Þessi mynd þarfnast varla skýringa. Hún segir meira en fjöldi orða, en er kannski í svolítið í takt við nútímann. Eru ekki stjórar yfir stjórum sem hafa svo yfir sér stjóra. (meira…)

Ný og betri heimasíða vestmannaeyjar.is

Kynnum með stolti nýja og endurbætta heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Takmarkið með nýju síðunni er að hún sé notendavæn og aðlaðandi, svo allir þeir sem þurfi á þjónustu Vestmannaeyjabæjar að halda geti fundið hana með lítilli fyrirhöfn. Takmark Vestmannaeyjabæjar með síðunni er að hún verði ávallt uppfærð fljótt og vel þannig að þjónusta bæjarins sé til staðar […]

Banastuð frumsýnt eftir viku

Eftir nákvæmlega viku frumsýnir Leikfélag Vestmannaeyja söngleikinn Banastuð. Banastuð er byggður á bandarísku B-myndunum The Evil Dead I og II og Army of Darkness. Um er að ræða hressilegan söngleik með blóðugu ívafi en sýningin er tæknilega krefjandi fyrir leikfélagið. Birgir Nielsen, formaður Leikfélagsins segir þó engan bilbug að finna á leikurum og aðstoðarmönnum. (meira…)

Sameiginleg framtíðarsýn í ferðaþjónustu

Á fundi bæjarráðs á þriðjudaginn lá fyrir erindi frá undirbúningsnefnd að stofnun klasasamstarfs í ferða­þjónustu í Vestmannaeyjum. Fyrir lá mat undirbúningsnefndar að stofnun klasasamstarfs ferða­þjón­ustunnar í Vestmannaeyjum. Í fundargerð segir að þar komi fram að árangur af samstarfi aðila á sein­ustu vikum og mánuðum hafi orðið sameiginleg framtíðarsýn á áherslur í ferðamálum og hópurinn vinni […]

Fer Sigurður Ari frá Bodö HK?

Svo kann að fara að handknattleiksmaðurinn Sigurður Ari Stefánsson yfirgefi herbúðir norska liðsins Bodö HK við lok þessarar leiktíðar þótt hann eigi enn eftir eitt ár samningi sínum við félagið. Sigurður Ari gekk til liðs við 1. deildarliðið Bodö HK á síðasta sumri eftir að hafa verið um nokkurra ára skeið hjá úrvalsdeildarliðinu Elverum við […]

�?rslitaleikur í dag

Karlalið ÍBV leikur líklega mikilvægasta leik sinn á þessu tímabili í kvöld klukkan 19:30 þegar liðið tekur á móti Stjörnunni í 1. deild handboltans. Eyjamenn hreinlega verða að vinna til að halda fjórða sætinu, sem er svo mikilvægt því liðin í 2.-4. sæti 1. deildar fara í umspil um eitt laust sæti í úrvalsdeild, ásamt […]

Fjögur flug áætluð til Eyja í dag

Flugfélagið Ernir hefur sett upp annað aukaflug til Eyja í dag og eru flugin nú orðin fjögur. Farið verður frá Eyjum kl 17:15 og til Eyja 18:00. Vegna mikillar eftirspurnar er fólk kvatt til að bóka tímanlega til að tryggja sér sæti. Upplýsingar um aukaflug birtast einnig á facebook síðu Ernis. (meira…)

ÍBV fékk undanþágu frá KSÍ

KSÍ hefur samþykkt leyfisumsóknir allra þeirra 24 félaga sem leika í efstu tveimur deildum karla. ÍBV, Fylkir og Selfoss fá leyfi miðað við að gerðar verði úrbætur á áhorfendaaðstöðu innan tiltekinna tímamarka. Aðstæður á heimavöllum þessara félaga uppfylla ekki þær kröfur sem gerðar eru en öll eru með áætlanir um að bæta úr því. (meira…)

�?fært fyrir öll skip í vetur

Í tengslum við yfirstandandi útboð á rekstri Herjólfs voru öllum bjóðend­um sendar öldumælingar í Land­eyja­höfn. Gunnlaugur Grettisson, rekstarstjóri Herjólfs, hefur unnið athyglisvert graf úr þessum gögnum sem sýnir stöðuna á mjög skýran hátt. (meira…)

Viðræður um smíði Vestmannaeyjaferju mjakast hægt

„Þetta mjakast hægt og bítandi. En við erum dálítið að vinna þetta umboðslaus á meðan ekkert kemur frá ríkinu. Þetta mál stendur og fellur með samningi við ríkið,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.