Bergur-Huginn með 746 milljóna hagnað

Hagnaður útgerðarfyrirtækisins Bergur-Huginn, sem er í eigu bræðranna Magnúsar og Birkis Kristinssona auk Landsbankans, nam 746 milljónum króna árið 2010. Hagnaður félagsins árið á undan nam 204 milljónum. Rekstrarhagnaður jókst mili ára um rúmar hundrað milljónir króna, en stærsti munurinn á milli ára er undir liðnum gengismunur. (meira…)
Eimskip hefur hug á áframhaldandi rekstri

Eimskip hefur fullan hug á því að bjóða í rekstur Herjólfs en Eimskip hefur farið með rekstur skipsins frá 1. janúar 2006 „Við erum þessa dagana á fullu í vinnu við tilboðsgerð, “ sagði Guðmundur Nikulásson, framkvæmdastjóra innanlandssviðs Eimskips þegar hann var spurður út í málið.„Tilboð í rekstur Herjólfs verða opnuð þriðjudaginn 20.mars n.k. (meira…)
Krefjast ógildingar og skaðabóta

Arnar Richardsson, f.h. Elfu Ágústu Magnúsdóttur og Lóu Skarphéðinsdóttur, sendi Vestmannaeyjabæ bréf þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við útboð á leikskólanum Sóla. Tveir buðu í reksturinn auk bréfritara og samþykkti bæjarstjórn sama dag og bréfið er dagsett, 22. febrúar, að semja við Hjallastefnuna. (meira…)
Tjaldurinn kominn til Eyja

Jóhann Guðjónsson, fyrrum hafnarstarfsmaður kíkti við á ritstjórn Eyjafrétta.is og tilkynnti að vorboðinn ljúfi, tjaldurinn væri kominn til Eyja. Þegar hann vann hjá Vestmannaeyjahöfn, þá fylgdust starfsmenn vel með komu tjaldsins og yfirleitt hafi hann sést fyrst í kringum 13. mars. Nú er 15. mars og er hann því aðeins seinni á ferðinni. (meira…)
Skandia byrjuð að dæla

Dæluskipið Skandia sigldi eftir hádegi upp í Landeyjahöfn og er byrjuð að dæla sandi frá mynni hafnarinnar. Aðstæður við Landeyjahöfn eru góðar og útlit fyrir að hægt verði að dæla þar næstu daga, samkvæmt upplýsingum sem fengust um borð. Gera þurfti við skipið eftir að það lenti utan í hafnargarðinum fyrir nokkrum vikum en þá […]
Aukaflug á morgun

Flugfélagið Ernir hefur sett upp aukaflug til Eyja á morgun föstudaginn 16. mars. Farið verður frá Reykjavík 14:30 og frá Eyjum 15:15. Fólk er kvatt til fylgjast með upplýsingum um aukaflug o.fl á facebook síðu Ernis. (meira…)
Vefsíða um brjóstakrabbamein fjármögnuð með 365 kjóla gjörningnum

Ný vefsíða fyrir konur sem hafa greinst með brjóstakrabbamein verður opnuð um helgina. Síðan er á vegum brjóstaskurðlækningaeiningar Landspítalans en síðan er fjármögnuð með ágóða 365 kjóla gjörningi Gíslínu Daggar Bjarkadóttur að því að fram kemur í Morgunblaðinu í dag. (meira…)
Vertíðin gengið ótrúlega vel

„Nú er komið lokahljóð í þetta. Kap VE er á miðunum og Sighvatur VE fer væntanlega af stað í kvöld til að ná í það sem upp á vantar,“ sagði Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar, þegar rætt var við hann á miðvikudagsmorgun. (meira…)
Flotlögn frá skipi að röri

Hugmyndir um fastan sandælubúnað við Landeyjahöfn hafa verið ræddar og sumar útfærðar ítarlega. Nýlega hafa verið ræddar hugmyndir um viðbótarbúnað við dæluskipið Skandíu þannig að afköst við dælingu myndu aukast. Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Siglingastofnunar, sagði hugmyndir um viðbótarbúnað á dæluskipið hafa verið í umræðunni sem er þekkt vinnulag frá fyrri tíð. (meira…)
Lögbannskröfu gegn Vinnslustöðinni vísað frá í Hæstarétti

Samkvæmt tilkynningu frá Vinnslustöðinni hefur Hæstiréttur vísað frá kröfu Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona, hluthafa í Vinnslustöðinni, um lögbann á samruna VSV og Ufsabergs-útgerðar ehf. Hæstiréttur dæmdi sækjendur í málinu, þ.e. Stillu útgerð ehf., KG fiskverkun ehf. og Guðmund Kristjánsson, til að greiða Vinnslustöðinni 200.000 krónur í málskostnað og greiða Elínborgu Jónsdóttur og Eyjólfi Guðjónssyni samtals […]