Kveðja til eðaldrengs

Í dag kveð ég félaga minn Steingrím Jóhannesson sem lést langt um aldur fram þann 1. mars sl. Steingrímur er kunnur fyrir sín tilþrif á knattspyrnuvellinum þar sem hann var dáður af fylgismönnum ÍBV og virtur af leikmönnum annarra liða sem og dómara. Hann var traustur og öflugur félagi og umfram allt einn af fremstu […]

Fjölmargir þreyta Guðlaugssundið í ár

Eins og undanfarna áratugi, er Guðlaugssundið þreytt í sundlaug Vestmannaeyja. Áður fyrr sáu nemendur í Stýrimannaskóla Vestmannaeyja um að synda en eftir að skólinn lagðist af, hefur almenningur séð um að synda. Í ár komu að minnsta kosti tveir sundmenn ofan af landi til að þreyta sundið, alls sex kílómetra en það er sú vegalengd […]

�?vissuferð keppenda í Ungfrú Suðurland

Keppendur í Ungfrú Suðurland undirbúa sig nú fyrir keppnina sem fer fram á Hótel Selfossi 30 mars næstkomandi. Um síðustu helgi var brugðið út af vananum í undirbúningum þegar hópurinn skellti sér í bráðskemmtilega óvissuferð. (meira…)

Kveðja frá ÍBV-Íþróttafélagi

Steingrímur Jóhannesson var fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum. Snemma hneigðist hugur hans til íþrótta enda voru þær honum í blóð bornar. Um leið og Steingrímur hafði aldur til hóf hann að leika knattspyrnu og síðar handknattleik með Íþróttafélaginu Þór. Þá stundaði Steingrímur einnig frjálsar íþróttir með Ungmennafélaginu Óðni. Fljótlega var ljóst að ómældir hæfileikar og […]

28 ár frá Helliseyjarslysinu

Í dag, 11. mars eru 28 ár liðin frá Helliseyjarslysinu svokallaða. Um klukkan 23:00 sunnudaginn 11. mars 1984 fórst vélbáturinn Hellisey VE 503. Með Hellisey VE fórust þeir Hjörtur R. Jónsson skipstjóri, 25 ára, Pétur Sigurðsson, 1. vélstjóri, 21 árs, Engilbert Eiðsson, 2. vélstjóri, 19 ára, og Valur Smári Geirsson matsveinn, 26 ára. Guðlaugur Friðþórsson […]

Varúð – Hætta á sjóveiki við skjáinn

Á dögunum birtum við tvær ljósmyndir hér á Eyjafréttum.is sem Þorbjörn Víglundsson, 2. stýrimaður á Júpíter ÞH tók. Myndirnar sýndu hafölduna ganga yfir skipið en myndirnar sögðu meira en þúsund orð og vöktu verðskuldaða athygli. Nú hefur Þorbjörn bætt um betur og tekið upp myndband af hamaganginum sem loðnusjómenn upplifa þessa dagana við vinnu sína […]

Eyjamenn töpuðu fyrir ÍR

Karlalið ÍBV tapaði í dag gegn ÍR í 1. deild karla en leikur liðanna fór fram í Reykjavík. Lokatölur urðu 29:23 eftir að staðan í hálfleik var 15:12. Markahæstir hjá ÍBV voru þeir Magnús Stefánsson og Pétur Pálsson sem skoruðu fimm mörk hvor. Framundan er mikil barátta í 1. deildinni, ÍR og Víkingur berjast um […]

Leikurinn verður mánudaginn klukkan 18:00

Kvennalið ÍBV átti að taka á móti Fram í dag í N1 deildinni. Vegna ófærðar var leiknum fyrst frestað til 16:00 en nú er útséð með flug í tæka tíð og því hefur leiknum verið frestað til mánudagsins og hefst hann klukkan 18:00. Fram og Valur hafa borið höfuð og herðar yfir önnur lið í […]

Massarnir klárir í Hressómeistarann 2012

Á morgun, klukkan 9:00 hefst keppnin Hressómeistarinn 2012 í líkamsræktarstöðinni Hressó. Massarnir, sem er hópur vaskra og limafagurra sveina sem æfa í stöðinni, hafa verið allt að því einráðir í karlakeppninni og telja sigurinn nokkuð vísan í ár. Venjulegu fólki er velkomið að koma og fylgjast með Mössunum og sérstaka athygli er vakin á því […]

Steini, Pési og gaur á trommum lentir í Eyjum

Í kvöld, klukkan 20:00 verður uppistandið Steini, Pési og gaur á trommum í Höllinni en það eru þeir Pétur Jóhann og Þorsteinn Guðmundsson, ásamt trymblinum Helga Svavari sem skemmta. Síðast þegar þeir félagar heimsóttu Eyjarnar var fullt út að dyrum og mikið hlegið. Eyjafréttir.is heyrðu í Pétri Jóhanni og trufluðu hann við að leggja dúk […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.