Dýpkað í 1.192 stundir

Unnið hefur verið við sanddælingar í Landeyjahöfn í 1.192 stundir það sem af er ári. Þar er talinn saman sá tími sem unnið var á sanddæluskipinu Skandia og sanddæluskipinu Perlunni. Þetta kemur fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokks. Þá kemur fram að til ágústloka hafi verið dælt 176.336 rúmmetrum af sandi […]

Theodór valinn í lokahóp U-20

Theodór Sigurbjörnsson, handboltamaðurinn efnilegi hjá ÍBV, hefur verið valinn í lokahóp U-20 ára landsliðs Íslands. Liðið tekur þátt í Opna Evrópumótinu í Noregi en liðið leikur þar gegn Noregi, Tékkum og Svíþjóð um næstu helgi. Theodór hefur leikið vel með ÍBV í 1. deildinni en hann er örvhentur hornamaður sem hefur líka leikið sem skytta. […]

Fjórir frá ÍBV í yngri landsliðum

Fjórir ungir og efnilegir leikmenn ÍBV hafa verið valdir í yngri landslið Íslands í knattspyrnu. Þeir Brynjar Gauti Guðjónsson, Guðmundur Þórarinsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson hafa allir verið valdir í landsliðshóp U-21 árs landsliðsins en liðið mætir Englandi ytra þann 10. nóvember. (meira…)

Opið hús á Rauðagerði

Miðvikudaginn 2. nóvember standa félagsmiðstöðvar á Íslandi og SAMFÉS fyrir Degi félagsmiðstöðvanna. Félagsmiðstöðvar víða um land verða opnar fyrir gesti og gangandi þennan dag. Markmið hans er að gefa áhugasömum færi á að heimsækja félagsmiðstöðina í sínu sveitarfélagi eða hverfi, kynnast því sem þar fer fram, unglingunum og þeim viðfangsefnum sem þeir fást við með […]

Færði Krabbavörn peningagjöf í tilefni aldarafmælis

Ingunn S. Júlíusdóttir, sem fagnaði 100 ára afmæli sínu mánudaginn 24. október síðastliðinn, færði Krabbavörn Vestmannaeyja gjöf í gær, mánudag. Í stað gjafa á afmælisdaginn, bað hún veislugesti að gefa í söfnun fyrir Krabbavörn. Alls söfnuðust 190 þúsund krónur sem Ingunn afhenti Ester Ólafsdóttur, formanni Krabbavarna í gær. (meira…)

Tveir Eyjapeyjar í U-18 ára landsliðið

Tveir Eyjapeyjar hafa verið valdir í U-18 ára landslið karla í handbolta en um er að ræða svokallaðan úrtakshóp. Þetta eru þeir Bergvin Haraldsson og Hallgrímur Júlíusson en báðir leika þeir með ÍBV. Liðið æfir um næstu helgi en þjálfari liðsins er Heimir Ríkharðsson. (meira…)

Hjólreiðamaður lenti á bíl

Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og engin alvarleg mál sem upp komu. Töluvert tilstand var við komu varðskipsins Þórs til Vestmannaeyjar þann 26. október sl. og stóðu lögreglumenn m.a. heiðursvörð við skipið í tilefni af komu þess. Eitthvað var um útköll í tengslum við skemmtanahald helgarinnar en þau voru í nær öllum tilvikum […]

�?ingmenn Suðurlands funda í Eyjum

Á dögunum auglýstu áhugamenn um bættar samgöngur við Vestmannaeyjar eftir þingmönnum Suðurlands og sögðu þá týnda. Þingmannahópurinn var ekki lengi að svara kalli og gott betur því hópurinn er nú staddur í Vestmannaeyjum þar sem hann fundar. (meira…)

Eyjamenn ekki í vandræðum með Fjölni

ÍBV var ekki í nokkrum vandræðum með Fjölni þegar liðin áttust við í Eyjum í dag. Fjölnir er í neðsta sæti 1. deildarinnar og hefur ekki unnið leik, á meðan ÍBV er í efsta sæti og með fullt hús stiga. Eyjamönnum dugði að spila á hálfum hraða í dag til að innbyrða sannfærandi sigur. Lokatölur […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.