Fjórir ungir og efnilegir leikmenn ÍBV hafa verið valdir í yngri landslið Íslands í knattspyrnu. Þeir Brynjar Gauti Guðjónsson, Guðmundur Þórarinsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson hafa allir verið valdir í landsliðshóp U-21 árs landsliðsins en liðið mætir Englandi ytra þann 10. nóvember.