Herjólfur siglir í Landeyjahöfn á laugardaginn

Herjólfur mun frá og með n.k. laugardegi, 22. október, sigla samkvæmt vetraráætlun milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. Ölduspá og hreinsun hafnarinnar er nú með þeim hætti að siglingar í Landeyjahöfn eru loks að verða mögulegar. (meira…)
Vill ekki missa Baldur

„Ekki kemur til greina að hróflað verði við siglingum Baldurs um Breiðafjörðinn til að leysa vanda Vestmannaeyja nema til komi jafngóð eða betri lausn á Breiðafjarðasiglingum,“ segir í ályktun bæjarstjórnar Vesturbyggðar. Þá segir í ályktuninni að finna þurfi jafngóða eða betri lausn á siglingum um Breiðafjörð áður en ákveðið verður að Breiðafjarðarferjan Baldur taki við […]
Finnst að Eyjamenn eigi að hengja orðu á Elliða

Í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag, fjallar leiðari blaðsins um fjármálavanda sveitarfélaga. Vanda þeirra til að standa gegn ýmsum þrýstihópum. „T.d. frambjóðendur sem hafa stuðning heilu íþróttafélaganna á bak við sig, fá framgang gegn loforðum um aukin útgjöld. Í kjölfarið hafi verið fjárfest í mannvirkjum sem eru að sliga sum bæjarfélög.“ Þá segir í […]
Hvenær hefjast siglingar Herjólfs á ný til Landeyjahafnar?

Mikið er hringt á ritstjórn Frétta og spurt hvort við vitum eitthvað um siglingar Herjólfs í Landeyjahöfn. Ölduhæð við Landeyjahöfn er núna 1,5 metri á báðum duflunum og hér eru birtar tvær myndir, önnur er frá dýptarmælingu 29. júlí í sumar hin er frá því gær, 19. október. Fyrir leikmann virðist dýpi nægjanlegt, en einhverjar […]
Sala miða á tónleikana gengur vel

Sala á miðum á tónleikana Bjartar vonir vakna sem helgaðir eru minningu Oddgeirs Kristjánssonar og fara fram í Hörpunni þann 16. nóvember gengur mjög vel. „Ég er rosalega ánægður og í rauninni er það svo að þeir sem ætla örugglega í Hörpuna þurfa að tryggja sér miða mjög fljótlega,“ sagði Bjarni Ólafur Guðmundsson. (meira…)
�?tla að taka þátt á næsta ári

Þrekmótið 5×5 Áskorunin fór fram í Íþróttamiðstöðinni á laugardaginn en mótið var það síðasta í EAS Þrekmótaröðinni og var haldið lokahóf í Höllinni að mótinu loknu. Eyjamenn létu ekki sitt eftir liggja, tefldu fram tveimur liðum auk þess sem Gyða Arnórsdóttir tók þátt í einstaklingskeppninni. Eyjafréttir voru á staðnum og með fréttinni fylgja myndbönd frá […]
Matt Garner áfram hjá ÍBV

Varnarmaðurinn sterki Matt Garner spilar með ÍBV næsta sumar en hann hefur nú skrifað undir framlengingu á samningi sínum við félagið. Garner lék alla 22 leikina í Íslandsmótinu í sumar en alls hefur hann leikið 135 leiki fyrir ÍBV frá því að hann kom frá enska félaginu Crewe. Nýi samningurinn gildir út tímabilið 2013. (meira…)
Surtsey á heimsminjaskrá – Staðfest!

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra mun í dag fá afhent skjal því til staðfestingar að Surtsey er komin á heimsminjaskrá UNESCO. Fulltrúi samtakanna mun afhenda ráðherra skjalið á Þjóðminjasafninu í dag klukkan 18:30 en þessa dagana er fundað um heimsminjasamninginn í Reykjavík. (meira…)
Aukning á flugi til Eyja �?? ár liðið

Rúmlega ár er liðið frá því Flugfélagið Ernir hóf áætlunarflug til Eyja. Eftir að ríkisstyrk var hætt á flugleiðinni Reykjavík – Vestmannaeyjar tók Flugfélagið Ernir við og hefur flogið tvisvar á dag milli lands og Eyja allt árið um kring. Flogið er á 19 farþega skrúfuþotum og hafa þær vélar hentað vel í alla staði […]
Guðni Davíð og Gunnar Karl unnu til silfurverðlauna

„Þetta gekk eins og í lygasögu og ég trúi varla hvað mótið heppnaðist vel. Það eru allir, þátttakendur og aðstandendur, í skýjunum og ég var hálfpartinn beðin um að halda mótið alltaf, segir Kristín og hlær. Þetta er í fyrsta skipti þar sem ég hef verið á móti sem allar tímasetningar standast,“ sagði Kristín Ósk […]