Í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag, fjallar leiðari blaðsins um fjármálavanda sveitarfélaga. Vanda þeirra til að standa gegn ýmsum þrýstihópum. „T.d. frambjóðendur sem hafa stuðning heilu íþróttafélaganna á bak við sig, fá framgang gegn loforðum um aukin útgjöld. Í kjölfarið hafi verið fjárfest í mannvirkjum sem eru að sliga sum bæjarfélög.“ Þá segir í leiðara Viðskiptablaðsins að hengja ætti orðu í Elliða Vignisson, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum „Hann þorði því sem fáir sveitarstjórnarmenn þora; að standa uppí hárinu á íþróttamafíunni, þegar vælt er um byggingu á nýrri stúku við Hásteinsvöll.“