VS hvað er það?

Moren. Bræluskítur hefur einkennt þessa viku til lands og sjávar í Verstöðinni. En Vídalín landaði fullfermi á þriðjudag, 110 tonnum mest karfa. Þórunn var í gær með 95 tonn mest þorsk. Suðurey með 60 tonn í fyrradag. Dala-Rafn í gær, veit ekki hve mikið. (meira…)

Skoða aðstæður fyrir torfærukeppni í Eyjum

Magnús Sigurðsson (Evuson), múrari og torfærukappi, ætlar að bjóða tveimur félögum sínum til æfinga á hrauninu í Eyjum. Strákarnir ætla að mæta til Eyja í dag, laugardag og verða með þrjá torfærubíla, einn óbreyttan og tvo sérsmíðaða. Samhliða æfingunum er ætlunin að skoða aðstæður fyrir hugsanlega torfærukeppni næsta sumar. (meira…)

Hálftíma seinkun á Herjólfi

Gert er ráð fyrir um 30 mínútna seinkun á brottför Herjólfs frá Þorlákshöfn í kvöld þ.e. brottför kl 19:45. Farþega eru hvattir til þess að mæta amk 30 min fyrir brottför og að fylgjast með fréttum á herjolfur.is og á facebook síðu Herjólfs. Nánari upplýsingar í síma 481-2800. (meira…)

Eyjamenn tefla fram öflugri sveit

Vestmannaeyingar tefla fram öflugum liðum í 5X5-Crossfit mótinu sem fram fer í Íþrótta­miðstöðinni um helgina. Keppa bæði karla- og kvennalið og Gyða Arnórsdóttir tekur þátt í ein­stakl­ingskeppninni. Í kvennaliðinu eru Jóhanna Jó­hannsdóttir, Sigurlína Guðjóns­dóttir, Anna Lilja Sigurðardóttir, Gyða Arnórsdóttir og Bjartey Gylfadóttir. Í karlahópnum eru Ævar Örn Kristinsson, Jón Þór Guðjónsson, Guðlaugur Guð­jónsson, Alexander Gautason […]

Heiður að starfa með Lars

Þetta var einn af þeim möguleikum sem mér stóðu til boða og mikill heiður fyrir mig að vera valinn í þetta starf, og heiður að starfa með Lars, sagði Heimir Hallgrímsson eftir að hann hafði verið kynntur sem næsti aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska karlaliðsins í knattspyrnu. “ (meira…)

Gæti orðið stærra og skemmtilegra en í fyrra

Annað árið í röð verður fjórða og síðasta mótið í Þrekmótaröðinni 2011, 5X5 áskorunin, haldið í Vestmannaeyjum. Mótið verður í Íþróttamiðstöðinni á laugardaginn og verður það með sama sniði og fyrra. Þá voru keppendur um 200 og er vonast til að þeir verði fleiri núna. Ætla m.a. nokkrir Vest­mannaeyingar að taka þátt í mótinu. (meira…)

Landeyjahöfn fær 100 milljónir króna en þarf 244 milljónir

Fjármálafrumvarpið ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur gerir ráð fyrir að framlög til Landeyjahafnar lækki um 103 milljónir frá gildandi fjárlögum þar sem framkvæmdir drag­ast saman og verða 100 milljónir króna. Framlaginu verði varið til landgræðslu á Landeyjasandi, lóða­frágangs, dýpkunar á sandrifi og breyt­inga á ferjuaðstöðu í Vest­manna­eyjum. (meira…)

Heimir kynntur sem aðstoðarlandsliðsþjálfari

Nú er að hefjast blaðamannafundur í höfuðstöðvum KSÍ. Þar er verið að kynna til leiks sænska landsliðsþjálfarann Lars Lagerbäck sem næsta landsliðsþjálfara Íslands í karlaboltanum. Honum til aðstoðar verður Eyjamaðurinn Heimir Hallgrímsson, sem verið er að kynna sem aðstoðarlandsliðsþjálfara. (meira…)

�??�?ruggar�?? flugsamgöngur milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja

Í kvöldfréttum RUV sjónvarps þann 11. okt. sl. var frétt um byggingu fyrirhugaðs hótels í Vestmanneyjum. Húrra! Ég er sjálfur dreifbýlingur (frá Ísafirði) og skil vel baráttu Vestmannaeyinga þegar kemur að uppbyggingu í ferðamálum og bættum samgöngum. Það sem ég hnaut um í fréttinni var umsögn viðmælanda (sem var Hallur Magnússon, sjórnarformaður 60 ehf) um […]

Eyjamenn vilja fyrirliða ÍR

ÍBV hefur gert tilboð í miðjumanninn Árna Frey Guðnason hjá ÍR. Þetta kemur fram á vefnum Fótbolti.net en þar kemur jafnframt fram að ÍR hafi samþykkt tilboð ÍBV, og sömuleiðis tilboð Fylkis í leikmanninn. Árni Freyr getur því valið hvort liðið hann semur við ÍBV eða Fylki. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.