Vestmannaeyingar tefla fram öflugum liðum í 5X5-Crossfit mótinu sem fram fer í Íþróttamiðstöðinni um helgina. Keppa bæði karla- og kvennalið og Gyða Arnórsdóttir tekur þátt í einstaklingskeppninni. Í kvennaliðinu eru Jóhanna Jóhannsdóttir, Sigurlína Guðjónsdóttir, Anna Lilja Sigurðardóttir, Gyða Arnórsdóttir og Bjartey Gylfadóttir. Í karlahópnum eru Ævar Örn Kristinsson, Jón Þór Guðjónsson, Guðlaugur Guðjónsson, Alexander Gautason og Sigurjón Gauti Sigurjónsson. Öll æfa þau í Hressó.