Geta fengið nýja ferju

Sæferðir, sem gera út ferjuna Baldur, hafa áhuga á að bjóða ferjuna til siglinga til Vestmannaeyja yfir vetrarmánuðina og skoða nú ferju til flutninga yfir Breiðafjörð. Gæti hún hugsanlega verið komin til landsins eftir 4-6 vikur. Vegagerðin hefur óskað eftir tillögum frá Eimskipi og Sæferðum um hvernig hægt verði að haga ferjusiglingum milli lands og […]
Landeyjahöfn – klúður eða tækifæri?

Ég hef ekki skrifað um Landeyjahöfn síðan 25. apríl s.l. enda kannski óþarfi að vera alltaf að japla á sömu hlutunum, en sú grein stendur einfaldlega enn fyrir sínu. Margt er búið að gerast í sumar sem vakið hefur athygli, en ég ætla fyrst og fremst að fjalla um það sem er að gerast í […]
Vegagerðin leitar að skipi erlendis

Eins komið hefur fram þá var haldin fundur í Samráðshópi um málefni siglinga til Vestmannaeyja á föstudaginn var. Þar var m.a. óskað eftir að Vegagerðin láti kanna möguleika á því að fá skip sem gæti leyst Herjólf af við siglingar í Landeyjahöfn, a.m.k. að vetri til. (meira…)
Dregið verður úr þjónustu og eitthvað af starfseminni lagt niður

Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja fær 663,6 milljónir á fjárlögum á næsta ári sem þýðir 24,6 milljón króna lækkun að raungildi frá fjárlögum þessa árs. Stofnunin hefur eins og aðrar heilbrigðisstofnanir gengið í gengum mikinn niðurskurð á liðnum árum og t.d. hefur fæðingastofan verið lokuð í sex vikur á sumri til að draga úr kostnaði. (meira…)
�?skað eftir sambærilegu skipi og Baldur í vetur

Á fundi samráðshóps um málefni siglinga til Vestmannaeyja sem haldinn var hjá Siglingastofnun föstudaginn 7. október sl., var m.a. óskað eftir að Vegagerðin láti kanna möguleika á því að fá skip sem gæti leyst Herjólf af við siglingar í Landeyjahöfn, a.m.k. að vetri til. Litið var til reynslunnar af siglingum Baldurs undanfarnar vikur og á […]
Förum ekki af stað í óvissu um sjávarútveginn

Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um fyrirhugaðar framkvæmdir við Vinnslustöð Vestmannaeyja en framkvæmdunum hefur verið slegið á frest síðan 2008 vegna utanaðkomandi ástæðna. Framkvæmdin er upp á um fimm milljarða króna, þar af yrði í fyrsta áfanga yrði unnið að endurbótum við vinnslu á uppsjávarfiski fyrir um 2,5 milljarða. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar […]
Ekkert í gangi segir Tryggvi

Markaskorarinn mikli, Tryggvi Guðmundsson hefur verið orðaður við nokkur lið í slúðurpakka Fótbolta.net og í kaffistofuspjallinu. Tryggvi var lykilmaður í liði ÍBV í sumar, sem og síðasta sumar en leikmaðurinn gerði á sínum tíma þriggja ára samning við ÍBV og er eitt ár eftir af þeim samningi. (meira…)
�?rökstuddar fullyrðingar í Morgunblaðinu

Mjög margt áhugafólk um bættar samgöngur hefur lagt lóð sín á vogarskálarnar í umræðum um Landeyjahöfn, enda um mikilvæga framkvæmd að ræða. Fjölbreytt álit hafa verið uppi um forsendur og byggingu hafnarinnar, einkum og sér í lagi undanfarið ár. Órökstuddar fullyrðingar um málefnið báru uppi forsíðu Morgunblaðsins í gær sem varði jafnframt heilsíðu til umfjöllunar […]
Hoffman hættir

Eyjarokksveitin Hoffman hefur ákveðið að hætta. Þetta tilkynntu liðsfélagar sveitarinnar á fésbókarsíðu sveitarinnar í morgun en sveitin átti að spila á Airwaves tónleikahátíðinni sem hefst í vikunni. Sveitin er hættir hins vegar strax og mun ekki spila á hátíðinni. Ólafur Kristján Guðmundsson, söngvari sveitarinnar segir að liðsmenn Hoffman skilji í góðu, þreyta hafi einfaldlega orðið […]
Skarst á hendi í saunaklefa

Frekar rólegt var hjá lögreglu í vikunni sem leið og engin alvarleg mál sem upp komu. Helgin fór ágætlega fram en þó þurfti að hafa afskipti af fólki vegna ölvunarástands þess. Þá fékk einn að gista fangageymslu lögreglu vegna ölvunar og eignaspjalla. (meira…)