Markaskorarinn mikli, Tryggvi Guðmundsson hefur verið orðaður við nokkur lið í slúðurpakka Fótbolta.net og í kaffistofuspjallinu. Tryggvi var lykilmaður í liði ÍBV í sumar, sem og síðasta sumar en leikmaðurinn gerði á sínum tíma þriggja ára samning við ÍBV og er eitt ár eftir af þeim samningi.