Bæjarráð leggst alfarið gegn 15 prósent hækkun á gjaldskrá Herjólfs

Bæjarráð leggst alfarið gegn fyrirhugaðri 15 prósent hækkun á gjaldskrá Herjólfs og hvetur Vegagerðina til að leggja höfuðáherslu á að sinna skyldu sinni hvað varðar að tryggja viðunandi þjónustu í siglingum milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. Hækkunin á að taka gildi frá og með 1. nóvember næstkomandi samkvæmt tilkynningu Vegagerðarinnar. (meira…)

Íslandsmótið í Boccia í Eyjum um helgina

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í boccia einstaklingskeppni fer fram í Vestmannaeyjum um helgina. Umsjónaraðili er íþróttafélagið Ægir í Vestmannaeyjum. Sú hefð hefur skapast að halda þessi Íslandsmót í bæjarfélögum úti á landi þar sem sem aðildarfélög ÍF starfa. Markmið er að kynna starfsemi aðildarfélaga ÍF sem hafa mjög mikilvægu samfélagslegu hlutverki að gegna. Á þessi mót […]

Kröfu um lögbann hafnað

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hafnaði í dag kröfu minnihluta í eigendahópi Vinnslustöðvarinnar hf. (VSV) um lögbann við því að afhenda hlutabréf og ganga formlega frá málum í samræmi við nýlegan samning um sameiningu VSV og Ufsabergs útgerðar ehf. í Eyjum. Gerðarbeiðendur voru tvö félög í eigu Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona, Stilla útgerð ehf. og KG fiskverkun […]

Baldur verði notaður meira

Siglingastofnun telur æskilegt að nota Breiðafjarðarferjuna Baldur meira við siglingar um Landeyjahöfn í vetur. Herjólfur er nýkominn úr slipp í Danmörku og þarf að sigla til Þorlákshafnar næstu daga þar sem Landeyjahöfn er ekki nógu djúp fyrir skipið. (meira…)

Fjögur umferðaróhöpp í síðustu viku

Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og fór skemmtanahald helgarinnar þokkalega fram. Eitthvað var þó um pústra á skemmtistöðum bæjarins en engin kæra liggur fyrir vegna þeirra. Þá voru fjögur umferðaróhöpp tilkynnt lögreglu í vikunni sem verður að teljast óvenjulegt. (meira…)

Herjólfur hefur siglingar á ný

Herjólfur kom til Eyja síðdegis í gær eftir viðhaldsframkvæmdir í Danmörku. Skipið hefur siglingar milli lands og Eyja á ný en Breiðafjarðarferjan Baldur sigldi vestur í gærkvöldi. Það er kaldhæðið að um leið og Baldur fer og nýr og endurbættur Herjólfur tekur við, þá þurfi að sigla til Þorlákshafnar en Herjólfur mun sigla þangað út […]

Baráttusigur gegn ÍR í fyrsta leik

ÍBV vann baráttusigur á ÍR-ingum í 1. deild karla í dag. Lokatölur urðu 30:27 en staðan í hálfleik var 14:16 ÍR í vil. Eyjamenn lentu m.a. fimm mörkum undir í fyrri hálfleik, 5:10 en náðu að saxa hægt og bítandi á forskot ÍR-inga og síga fram úr í síðari hálfleik. Þrátt fyrir sigurinn var talsverður […]

Fyrsti leikurinn hjá strákunum í dag

Karlalið ÍBV í handbolta leikur í dag sinn fyrsta leik í 1. deildinni þegar liðið tekur á móti ÍR. Leikurinn hefst klukkan 13:00 en leikurinn fer fram í gamla sal íþróttamiðstöðvarinnar. Eyjamönnum var spáð sigri í deildinni í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna enda teflir ÍBV fram mjög sterku liðið, líklega sterkasta handboltalið ÍBV […]

Rasmus og Julie best hjá ÍBV

Í kvöld fór fram lokahóf ÍBV-íþróttafélags en félagið býður öllum félagsmönnum sem hafa starfað fyrir félagið á hófið. Hápunktur kvöldsins var verðlaunaafhending meistaraflokkanna. Bestur í karlaliði ÍBV sumarið 2011 var valinn varnarmaðurinn Rasmus Steenberg Christiansen, enda hefur hann varla stigið feilspor í sumar. Í sömu stöðu í kvennaliðinu er Julie Nelson sem var valin best […]

Siglt til �?orlákshafnar í næstu viku

Herjólfur mun í næstu viku sigla til Þorlákshafnar. Þetta kemur fram í tilkynningu en í henni kemur fram að vísbendingar séu um að dýpi í hafnarmynninu hafi minnkað vegna óveðurs undanfarna daga og öldugangs við Landeyjahöfn, þannig að Herjólfur getur ekki siglt þangað inn. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.