Bæjarráð leggst alfarið gegn 15 prósent hækkun á gjaldskrá Herjólfs

Bæjarráð leggst alfarið gegn fyrirhugaðri 15 prósent hækkun á gjaldskrá Herjólfs og hvetur Vegagerðina til að leggja höfuðáherslu á að sinna skyldu sinni hvað varðar að tryggja viðunandi þjónustu í siglingum milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. Hækkunin á að taka gildi frá og með 1. nóvember næstkomandi samkvæmt tilkynningu Vegagerðarinnar. (meira…)
Íslandsmótið í Boccia í Eyjum um helgina

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í boccia einstaklingskeppni fer fram í Vestmannaeyjum um helgina. Umsjónaraðili er íþróttafélagið Ægir í Vestmannaeyjum. Sú hefð hefur skapast að halda þessi Íslandsmót í bæjarfélögum úti á landi þar sem sem aðildarfélög ÍF starfa. Markmið er að kynna starfsemi aðildarfélaga ÍF sem hafa mjög mikilvægu samfélagslegu hlutverki að gegna. Á þessi mót […]
Kröfu um lögbann hafnað

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hafnaði í dag kröfu minnihluta í eigendahópi Vinnslustöðvarinnar hf. (VSV) um lögbann við því að afhenda hlutabréf og ganga formlega frá málum í samræmi við nýlegan samning um sameiningu VSV og Ufsabergs útgerðar ehf. í Eyjum. Gerðarbeiðendur voru tvö félög í eigu Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona, Stilla útgerð ehf. og KG fiskverkun […]
Baldur verði notaður meira

Siglingastofnun telur æskilegt að nota Breiðafjarðarferjuna Baldur meira við siglingar um Landeyjahöfn í vetur. Herjólfur er nýkominn úr slipp í Danmörku og þarf að sigla til Þorlákshafnar næstu daga þar sem Landeyjahöfn er ekki nógu djúp fyrir skipið. (meira…)
Fjögur umferðaróhöpp í síðustu viku

Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og fór skemmtanahald helgarinnar þokkalega fram. Eitthvað var þó um pústra á skemmtistöðum bæjarins en engin kæra liggur fyrir vegna þeirra. Þá voru fjögur umferðaróhöpp tilkynnt lögreglu í vikunni sem verður að teljast óvenjulegt. (meira…)
Herjólfur hefur siglingar á ný

Herjólfur kom til Eyja síðdegis í gær eftir viðhaldsframkvæmdir í Danmörku. Skipið hefur siglingar milli lands og Eyja á ný en Breiðafjarðarferjan Baldur sigldi vestur í gærkvöldi. Það er kaldhæðið að um leið og Baldur fer og nýr og endurbættur Herjólfur tekur við, þá þurfi að sigla til Þorlákshafnar en Herjólfur mun sigla þangað út […]
Baráttusigur gegn ÍR í fyrsta leik

ÍBV vann baráttusigur á ÍR-ingum í 1. deild karla í dag. Lokatölur urðu 30:27 en staðan í hálfleik var 14:16 ÍR í vil. Eyjamenn lentu m.a. fimm mörkum undir í fyrri hálfleik, 5:10 en náðu að saxa hægt og bítandi á forskot ÍR-inga og síga fram úr í síðari hálfleik. Þrátt fyrir sigurinn var talsverður […]
Fyrsti leikurinn hjá strákunum í dag

Karlalið ÍBV í handbolta leikur í dag sinn fyrsta leik í 1. deildinni þegar liðið tekur á móti ÍR. Leikurinn hefst klukkan 13:00 en leikurinn fer fram í gamla sal íþróttamiðstöðvarinnar. Eyjamönnum var spáð sigri í deildinni í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna enda teflir ÍBV fram mjög sterku liðið, líklega sterkasta handboltalið ÍBV […]
Rasmus og Julie best hjá ÍBV

Í kvöld fór fram lokahóf ÍBV-íþróttafélags en félagið býður öllum félagsmönnum sem hafa starfað fyrir félagið á hófið. Hápunktur kvöldsins var verðlaunaafhending meistaraflokkanna. Bestur í karlaliði ÍBV sumarið 2011 var valinn varnarmaðurinn Rasmus Steenberg Christiansen, enda hefur hann varla stigið feilspor í sumar. Í sömu stöðu í kvennaliðinu er Julie Nelson sem var valin best […]
Siglt til �?orlákshafnar í næstu viku

Herjólfur mun í næstu viku sigla til Þorlákshafnar. Þetta kemur fram í tilkynningu en í henni kemur fram að vísbendingar séu um að dýpi í hafnarmynninu hafi minnkað vegna óveðurs undanfarna daga og öldugangs við Landeyjahöfn, þannig að Herjólfur getur ekki siglt þangað inn. (meira…)