Í kvöld fór fram lokahóf ÍBV-íþróttafélags en félagið býður öllum félagsmönnum sem hafa starfað fyrir félagið á hófið. Hápunktur kvöldsins var verðlaunaafhending meistaraflokkanna. Bestur í karlaliði ÍBV sumarið 2011 var valinn varnarmaðurinn Rasmus Steenberg Christiansen, enda hefur hann varla stigið feilspor í sumar. Í sömu stöðu í kvennaliðinu er Julie Nelson sem var valin best hjá ÍBV 2011.