Erfitt að koma Hummer í bílskúr, sem gerður er fyrir Yaris.

Elliði Vignisson,bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir merkilega hluti á eyjafrettir.is í gær. Þar ræðir Elliði um reynsluna af Landeyjahöfn og hversu Baldur sé í raun mun hentugra skip til siglinga þangað en Herjólfur. Elliði telur nauðsynlegt að fengið verði hentugt skip í vetur til siglinga, þar sem vitað er að frátafir með núverandi Herjólfi verða alltof […]

Skólinn gerir ekki neitt!

Vegna harmleiksins í Sandgerði langar mig að skrifa nokkur orð um þá eineltisvinnu sem fram fer í Grunnskóla Vestmannaeyja og þá ábyrgð sem hvílir á herðum okkar allra sem íbúa í bæjarfélaginu. (meira…)

Bæjarstjóri vill athuga með áframhaldandi þjónustu Baldurs

Almenn ánægja hefur verið með Breiðafjarðaferjun Baldur sem hefur leyst Herjólf af meðan hann hefur verið í þurrkví í Danmörku. Eins og áður hefur komið fram hafa skipstjórnendur á Baldri notað aðra aðferð við að koma skipinu inn í Landeyjahöfn og hefur sú aðferð gefið góða raun fyrir Baldur, sem er talsvert minni en Herjólfur. […]

Varðskipið �?ór kemur til Eyja

Á dögunum var nýtt og glæsilegt varðskip, Þór afhent Landhelgisgæslunni en skipið var smíðað í Chile. Skipið mun leggjast að öllum líkindum leggjast að bryggju í Vestmannaeyjum miðvikudaginn 26. október næstkomandi og er það fyrsti viðkomustaður varðskipsins hér á landi. Í kjölfarið er gert ráð fyrir að bæjarbúar geti skoðað skipið. (meira…)

Viðvörun vegna mögulegra breytinga á siglingaáætlun

Farþegar Baldurs athugið. Vegna óhagstæðar veðurs- og ölduspár á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar n.k. föstudag 30. september er útlit fyrir að mögulega þurfi að fella niður og/eða færa einhverjar ferðir Baldurs þann dag. (meira…)

Herjólfur bilaði eftir þriggja tíma siglingu

Herjólfur lagði af stað í gærmorgun áleiðis til Íslands eftir slipptöku og viðhald á skipinu í Odense í Danmörku. Heimferðin gekk þó ekki betur en svo að bilun kom upp í vélarbúnaði skipsins þannig að sigla þurfti skipinu inn til Frederikshavn til viðgerða. (meira…)

Haraldarvaka í Safnahúsi

100 ára fæðingardags Haraldar Guðnasonar bókavarðar verður minnst í Einarsstofu í anddyri Safnahúss sunnudaginn 2. október kl. 15. Í tilefni dagsins verður ókeypis aðgangur í Sagnheimum – Byggðasafni á sunnudeginum 11-17. Vetraropnun hefst 3. október og er þá opið á laugardögum 13-16 og eftir samkomulagi. (meira…)

Söfnun til styrktar fjölskyldu Dagbjarts Heiðars

Sett hefur verið af stað söfnun til styrktar fjölskyldu Dagbjarts Heiðars 11 ára drengs í Sandgerði, sem tók líf sitt síðastliðinn föstudag. Fjölskylda Dagbjarts þarf á stuðningi okkar að halda, andlegum og fjárhagslegum og því er leitað til ykkar og óskað eftir samstöðu og stuðningi við þau. Dagbjartur Heiðar á fjögur systkini, fjölskyldan er stór. […]

�?þolandi skemmdarverk í miðbænum

Vestmannaeyjabær hefur undanfarin ár unnið að fegrun miðbæjarins og flestir sammála að vel gangi í þeim framkvæmdum. Hins vegar virðast sumir hafa allt á hornum sér varðandi gróður í miðbænum því ítrekað verða tré og annar gróður í miðbænum fyrir skemmdum. Miðað við umfang skemmdanna þá er ekki um að ræða börn því m.a. er […]

Lýsa vantrausti á oddamann gerðardóms

Lögreglufélag Vestmannaeyja (LFV) lýsir yfir miklum vonbrigðum með niðurstöðu gerðardóms frá 23. september sl. og telur þessa niðurstöðu engan vegin í samræmi við þær væntingar sem lögreglumenn gerðu til dómsins. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.