Á dögunum var nýtt og glæsilegt varðskip, Þór afhent Landhelgisgæslunni en skipið var smíðað í Chile. Skipið mun leggjast að öllum líkindum leggjast að bryggju í Vestmannaeyjum miðvikudaginn 26. október næstkomandi og er það fyrsti viðkomustaður varðskipsins hér á landi. Í kjölfarið er gert ráð fyrir að bæjarbúar geti skoðað skipið.