Herjólfur leggur af stað í fyrramálið

Herjólfur leggur af stað í fyrramálið frá Danmörku áleiðis til Íslands. Skipið hefur verið í þurrkví í Danmörku síðustu vikur í venjubundnu viðhaldi en skipið leggur af stað klukkan 6:00 að staðartíma. Ef heimsiglingin gengur eins og áætlað er, þá verður Herjólfur kominn í heimahöfn á laugardaginn. (meira…)
Breyting á áætlun Baldurs 27. -29. september 2011

Vegna sjávarfalla er nauðsynlegt að breyta áætlun Baldurs milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar sem hér segir. Þriðjudaginn 27. september verða ferðir Baldurs frá Vestmannaeyjum kl. 17:30 og frá Landeyjahöfn kl 19:00 felldar niður. Miðvikudaginn 28. september og fimmtudaginn 29. september verður ferð Baldurs frá Vestmannaeyjum kl. 17:30 færð til kl 14:30 og ferð Baldurs frá Landeyjahöfn […]
Handboltaleikjum hnikað til vegna fótboltans

Vegna leiks ÍBV og Grindavíkur í síðustu umferð Pepsídeildar karla, hefur leikjum bæði karla- og kvennaliðs ÍBV í handbolta verið hnikað til en leikirnir áttu að fara fram nánast á sama tíma og fótboltaleikurinn. Kvennalið ÍBV leikur í úrvalsdeild en í fyrsta leik mæta þær Gróttu. Leikurinn hefur verið færður til 12:00 á laugardaginn til […]
Tvö fíkniefnamál upplýst um helgina

Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók á laugardaginn mann á fimmtugsaldri en hann var grunaður um að vera með fíkniefni í fórum sínum. Við leit á manninum fundust um fjögur grömm af maríúana sem hann viðurkenndi að eiga og telst málið upplýst. Í kjölfarið var gerð húsleit þar sem grunur léki á að færi fram sala fíkniefna. […]
�?tla ekki að láta Harry Potter skurð skemma fyrir mér

Tryggvi Guðmundsson segir í viðtali á Fótbolti.net að hann ætli ekki að sé staðráðinn í að spila leikinn mikilvæga gegn Grindavík á laugardaginn. „Ég spilaði strax leik eftir handarbrotið og ég spilaði leik strax eftr kinnbeinsbrotið og ég ætla ekki að láta einhvern Harry Potter skurð skemma fyrir mér,“ sagði Tryggvi sem mun spila með […]
Tryggvi illa farinn eftir fótboltaleik

Það verður líklega seint sagt að Tryggvi Guðmundsson minnist með hlýjum hug til þess þegar hann sneri aftur á heimavöll FH í gær, sunnudag en Tryggvi lék með Hafnfirðinum um árabil og m.a. tók þátt í mestu velgengni félagsins á fótboltavellinum frá upphafi. Móttökurnar voru allt annað en góðar því leikmenn FH-inga tóku hressilega á […]
Titildraumurinn úti

KR tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitilinn með því að vinna Fylki á heimavelli sínum. Á sama tíma tapaði ÍBV fyrir FH á útivelli og þar með var ljóst að KR var orðið Íslandsmeistari. Með sigrinum skaust FH hins vegar upp í annað sæti og sendi ÍBV niður í það þriðja. Eyjamenn verða þó að hafa […]
Sækja FH heim í dag

Karlalið ÍBV leikur mikilvægan leik í dag, sunnudag þegar liðið sækir FH heim í Hafnarfjörðinn. Það er margt undir í leiknum, sigur heldur voninni um Íslandsmeistaratitilinn lifandi en tap þýðir að annað sætið fer í hendur FH-inga þegar aðeins ein umferð er eftir. KR-ingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í dag, svo lengi sem þeir vinna […]
Eyjamaður sagður hafa brotist inn í tölvu blaðamanns Independent

Eyjamaðurinn Smári Páll McCarthy er sagður hafa brotist inn tölvu blaðamanns Independent í fyrra. Þetta kemur fram í bók Julians Assange, stofnanda WikiLeaks. Í frétt á Vísir.is segir að Smári hafi fyrir mistök afhent blaðamanninum skjöl sem hann átti ekki að gera og til að bjarga málum, hafi hann brotist inn í tölvu blaðamannsins og […]
Opnað hefur verið fyrir sölu á aukaferð

Ákveðið hefur verið að setja aukaferðir milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar sunnudaginn 25. september. Um er að ræða ferð frá Vestmannaeyjum kl 14:30 og frá Landeyjahöfn kl. 16:00. (meira…)