Herjólfur leggur af stað í fyrramálið frá Danmörku áleiðis til Íslands. Skipið hefur verið í þurrkví í Danmörku síðustu vikur í venjubundnu viðhaldi en skipið leggur af stað klukkan 6:00 að staðartíma. Ef heimsiglingin gengur eins og áætlað er, þá verður Herjólfur kominn í heimahöfn á laugardaginn.