Orkuverð þyrfti að hækka um 77%

Ef lagt væri auðlindagjald á Orku­veitu Reykjavíkur í anda hugmynda Styrmis Gunnarssonar um hvernig skattleggja eigi sjáv­arútveg landsmanna þyrfti orkuverð til Reyk­víkinga að hækka um 77%, til að standa undir núverandi rekstri með eðlilegri endurnýjunarfjárfestingu,“ sagði Sigurgeir B. Krist­geirsson, Binni í Vinnslustöðinni, í hádegisfyrirlestri í Valhöll, höfuð­stöðvum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á þriðjudaginn. (meira…)

Sjö ár fyrir kynferðisbrot í Eyjum

Karlmaður var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að misnota þrjár stúlkur í Vestmannaeyjum og taka myndir af brotum sínum gegn þeim. Þá fundust í fórum mannsins rúmlega átta þúsund ljósmyndir og yfir sex hundruð hreyfimyndir sem m.a. sýna börn á kynferðis og klámfenginn hátt. Maðurinn var dæmdur til að greiða einni stúlkunni þrjár milljónir […]

Ljónið spakt og rólegt

Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður sjávarútvegsnefndar Alþingis tilkynnir sérstaklega á bloggsíðu sinni að hún hafi sloppið heil á húfi úr heimsókn sinni til Eyja. „Þegar fréttist að ég væri á leið til Eyja að ræða augliti til auglitis við Eyjamenn um fiskveiðistjórnunarmálin sögðu menn að ég væri að stinga höfðinu í gin ljónsins. Þegar til kom reyndist […]

Fækka þarf pottum í frumvarpi

Fækka þarf svokölluðum pottum í frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða, að mati Ólínu Þorvarðardóttur, varaformanns sjávarútvegsnefndar Alþingis. Hún telur að færri pottar muni einfalda kerfið, en rætt er um að hlutdeild úthlutunarpotta í heildarkvóta vaxi með tímanum. Ólína bendir á að samfara opnara umhverfi verði verðmyndun í sjávarútvegi heilbrigðari en ella. Þetta kom fram […]

Brynjar Gauti og �?órarinn Ingi ekki með gegn FH

ÍBV verður án tveggja leikmanna í leiknum mikilvæga gegn FH næstkomandi sunnudag. Brynjar Gauti Guðjónsson fer sjálfkrafa í eins leiks bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í gær gegn KR. Þá var Þórarinn Ingi Valdimarsson einnig dæmdur í eins leiks bann fyrir að hafa fengið fjögur gul spjöld í sumar. (meira…)

Sjávarútvegurinn þolir ekki hækkun veiðileyfagjalds

Sigurgeir B. Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum flutti framsögu á fundi í Valhöll í Reykjavík í dag um sjávarútvegsmál. „Reikningar sjávarútvegsfyrirtækja sýna að reksturinn er heilbrigður, greinin þolir hins vegar ekki hækkun veiðileyfagjalds eins og ríkisstjórnin hefur boðað. Stjórnendur fyrirtækjanna bregðast eðlilega við skattheimtunni með niðurskurði í rekstrinum. Í stað þess að byggja upp greinina […]

Fauk í mig og ég krækti aftan í hann

Brynjar Gauti Guðjónsson, varnarmaður ÍBV sem fékk að líta rauða spjaldið á 16. mínútu í leiknum mikilvæga gegn KR, viðurkennir að hafa krækt aftan í Grétar Sigfinn Sigurðarson í viðtali við Fótbolti.net. Hann segir þó að brotið hafi ekki verðskuldað rauða spjaldið. „Mér fannst þetta svolítið harður dómur. Ég hef séð það verra og lent […]

Lögreglumenn á Suðurlandi mótmæla

Félagsfundur Lögreglufélags Suðurlands, haldinn 19. september 2011, sendir frá sér eftirfarandi ályktun: „Fundarmenn mótmæla harðlega lítilsvirðandi framkomu ríkisvaldsins í garð lögreglumanna á Íslandi en lögreglumenn hafa nú verið samningslausir í tæpa 300 daga. (meira…)

Eyjamenn að missa af titlinum?

Þegar upp var staðið var 1:1 jafntefli gegn KR í kvöld ágætis úrslit fyrir leikmenn ÍBV. Eyjamenn léku manni færri í heilar 74 mínútur eða svo eftir að Brynjari Gauta Guðjónssyni var vísað af leikvelli. Dómurinn var afar harður, Brynjar braut vissulega á KR-ingnum en gult spjald og aukaspyrna hefði verið rétt. Vissulega hægt að […]

Ný siglingamerki við Landeyjahöfn

Unnar Valby Gunnarsson, skipstjóri á Baldri segist hafa nýtt sér reynslu skipstjóra Herjólfs til að koma í veg fyrir að skipið snúist í innsiglingunni við Landeyjahöfn. Í morgun sigldi skipið í um þriggja metra ölduhæð, sem er hálfum metra meira en miðað hefur verið við til þessa. Eins og sjá má á meðfylgjandi frétt Sighvatar […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.