Fækka þarf svokölluðum pottum í frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða, að mati Ólínu Þorvarðardóttur, varaformanns sjávarútvegsnefndar Alþingis. Hún telur að færri pottar muni einfalda kerfið, en rætt er um að hlutdeild úthlutunarpotta í heildarkvóta vaxi með tímanum. Ólína bendir á að samfara opnara umhverfi verði verðmyndun í sjávarútvegi heilbrigðari en ella. Þetta kom fram í máli Ólínu á opnum fundi í Vestmannaeyjum í gærkvöldi.