Hasar í Heimakletti

Veðrið lék við Eyjamenn þegar fé var smalað af Heimakletti síðustu helgi. Á milli 30 og 40 kindur voru á klettinum, að sögn Jóhanns Kristjánssonar áhugaljósmyndara. Átta manna hópur vaskra manna tók þátt í smöluninni. Að sögn Jóhanns er mikil list að smala fé á klettinum. (meira…)
�?flugt lundaball þrátt fyrir lundaleysi

Lundaballið fer fram í Höllinni þann 17. september. Álseyingar halda ballið að þessu sinni og undirbúningur hefur staðið yfir í tvö ár. Ekkert verður til sparað, lundi og svartfugl á boðstólum og humarsúpan fræga um miðnætti. Skemmtidagskrá í höndum Álseyinga svíkur engan og þó svo að nú séu liðin sjö ár frá því þeir héldu […]
Baldur siglir aukaferðir á sunnudaginn

Vegna leiks ÍBV og KR á sunnudaginn siglir Baldur þrjár aukaferðir milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja sunnudaginn 18.september. Það verður bætt við tveimur ferðum frá Vestmannaeyjum, kl.14.30 og 23:00, og einni frá Landeyjahöfn kl.16.00. Sala í þessar ferðir var opnuð nú i morgunsárið. (meira…)
Keyrði út af og truflaði viðtalið við Heimi

Skemmtilegt atvik átti sér stað þegar Sighvatur Jónsson tók viðtal við Heimi Hallgrímsson á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í gær. Ökumaður keyrði þá út af veginum fyrir ofan völlinn og mátti litlu muna að illa færi. Atvikið truflaði viðtalið nokkuð en Heimir hló nú bara enda fór allt vel að lokum. (meira…)
Bergur ehf bar sigur úr býtum

Fyrirtækjakeppni GV var leikinn síðastliðinn laugardag en rúmlega 60 fyrirtæki tóku þátt í keppninni. Spilaðar voru var 18 holu samkvæmt Texas Cramble fyrirkomulaginu. Keppendur voru 86 talsins en þeir Kristgeir Orri Grétarsson og Sævald Hallgrímsson, sem kepptu fyrir útgerðina Berg ehf urðu hlutskarpastir en þeir léku á 61 höggi nettó. (meira…)
�?ll flottustu lög Leikfélagsins flutt á tónleikum í Höllinni

Leikfélag Vestmannaeyja er að safna fyrir hljóðkerfi þessa dagana en liður í þeirri söfnun eru stórtónleikar í Höllinni þar sem öll helstu lögin sem hafa hljómað í Bæjarleikhúsinu verða flutt. Tónleikarnir verða laugardaginn 24. september næstkomandi en í meðfylgjandi myndbandi má sjá allar upplýsingar um tónleikana. Jórunn Lilja Jónasdóttir og Birkir Högnason skipuleggja tónleikana. (meira…)
Aldrei þjálfað peninganna vegna

Það vakti að vonum mikla athygli á sunnudag þegar Heimir Hallgrímsson tilkynnti að hann myndi láta af þjálfun ÍBV-liðsins í lok tímabilsins. Það kemur eflaust mörgum á óvart enda hefur ÍBV verið á stöðugri uppleið undir stjórn Heimis. Tímasetning tilkynningarinnar vekur einnig athygli en ÍBV er í blóðugri baráttu um Íslandmeistaratitilinn við KR. (meira…)
Framkvæmdir við Herjólf ganga vel

Herjólfsmenn sendu Eyjafréttum myndir og fréttir af gangi mála en farþegaferjan Herjólfur er nú í slipp í Óðinsvéum í Danmörku. Áætlað er að skipið hefji aftur siglingar milli lands og Eyja í lok september en á meðan mun Breiðafjarðarferjan Baldur sinna siglingum milli lands og Eyja. Myndir og fréttir af framkvæmdunum í Danmörku má sjá […]
Rólegt fyrir utan tvö fíkniefnamál

Tvö fíkniefnamál komu upp í vikunni sem leið hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum en að kvöldi 8. september sl. voru tveir aðilar um tvítugt, sem voru að koma til Eyja með Baldri stöðvaðir af lögreglu eftir að fíkniefnaleitarhundurinn Luna gaf til kynna að þeir væru með fíkniefni meðferðis. Annar þessara aðila reyndist vera með um 17 […]
�?rjár í úrvalsliði 10. til 18. umferðar

Í hádeginu var tilkynnt um úrvalslið 10. til 18 umferðar í Pepsídeild kvenna. Þrír leikmenn ÍBV eru í liðinu, þær Berglind Björg Haraldsdóttir, markvörður, Elísa Viðarsdóttir, varnarmaður og sóknarmaðurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Þá er Eyjastelpan Fanndís Friðriksdóttir einnig í liðinu en hún hefur undanfarin ár leikið með Breiðabliki. Liðið má sjá hér að neðan. (meira…)