Herjólfsferð fellur niður vegna of mikillar ölduhæðar

Í tilkynningu frá Eimskipum, segir að ferð Herjólfs kl. 11.30 frá Eyjum og kl. 13.00 frá Landeyjahöfn falli niður vegna of mikillar ölduhæðar. Ölduhæð við Landeyjahöfn er 2,2 metrar og 2,6 metrar. Þeir farþegar sem eiga miða í þessar ferðir færast sjálfkrafa á næstu ferðir sem farnar verða klukkan 14:30 frá Vestmannaeyjum og 16:00 frá […]
Fyrsta vélin sem lenti á flugvellinum í Eyjum snýr aftur

Þann 14. ágúst 1946 lenti fyrsta flugvélin TF-KAK á flugvellinum í Vestmanneyjum klukkan 14.30. Flugmenn sem flugu vélinni voru þeir Halldór Bech og Hjalti Tómasson. Nú 65 árum síðar ætla Ottó Týnes og félagar að minnast þessa atburðar og koma á sömu vél á morgun, laugardag, 20. ágúst, klukkan 14:30. (meira…)
Inntaka (busun) nýnema

Haustið 2010 urðu talsverðar umræður um nokkur leiðindaatvik sem tengdust nýnemum Framhaldsskólans, en áttu sér stað að kvöldlagi utan skólans, helgina fyrir skólasetningu. Þrátt fyrir að skólinn hafi lagt mikla vinnu í að gera inntöku nýnema í skólann skemmtilegri og jákvæðari en áður, hefur borið á því undanfarin ár að níðst sé á verðandi nemendum […]
Svalbrúsi sást við Heimaey

Svalbrúsi (Gavia adamsii) sást við Heimaey í morgun. Svalbrúsi er stærstur brúsanna, lítið eitt stærri en himbrimi. Þetta er í fyrsta skipti sem svalbrúsi sést við Ísland. Þeir verpa við íshafsströnd Rússlands, norður Kanada og Alaska en á veturna sjást þeir t.d. suður með Noregsströndum. Var orðið löngu tímabært að svalbrúsi fyndist við Ísland. (meira…)
Nær til 211 barna í Eyjum

Verkfall leikskólakennara er yfirvofandi og ef samningar takast ekki fyrir mánudaginn 22. ágúst skellur á verkfall leikskólakennara og þá lokast leikskólarnir Sóli og Kirkjugerði í Vestmannaeyjum. Þar eru samtals 211 börn þannig að verkfallið mun hafa víðtæk áhrif. (meira…)
Maður á ekki að fá minni laun fyrir að kenna minna fólki !

Á hverjum degi fer ég afar glöð í vinnuna mína því að mínu mati er ég svo heppin að vinna skemmtilegustu og yndislegustu vinnu í heimi. Daglega fæ ég knús, kossa, klapp á bakið, hor í öxlina, tár í peysuna, ég reima skó, renni upp úlpum, klæði í vettlinga og fæ bros í staðin sem […]
Meira undir veðurguðunum komið en skipstjórum, skipi og dýpkun

Dæluskipið Skandia sér um dýpkun á Landeyjahöfn og nú þegar líður á sumarið heyrast þær raddir að besti tími ársins sé ekki nýttur sem skyldi við dýpkun og undirbúning hafnarinnar. Sporin hræða því Landeyhöfn var lokuð vikum saman síðasta vetur og skipstjórar Herjólfs telja að frátafir verði ekki minni næsta vetur þar sem staðan á […]
Laglegur sigur hjá stelpunum

ÍBV náði í kvöld fjögurra stiga forystu á Þór/KA í baráttunni um þriðja sætið með því að leggja KR að velli í Eyjum 4:0. Lokatölur leiksins gefa þó ekki alveg rétta mynd af gangi mála því það voru KR-ingar sem voru mun sterkari í fyrri hálfleik. Það var því þvert gegn gangi leiksins þegar Kristín […]
Forseti bæjarstjórnar tekur við sem rekstrarstjóri Herjólfs

Gunnlaugur Grettisson hefur verið ráðinn í starf rekstrarstjóra Herjólfs. Gunnlaugur hefur undanfarin 10 ár starfað sem skrifstofustjóri hjá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum auk þess sem hann er forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Gunnlaugur tekur við nýja starfinu þann 20. september nk. af Guðmundi Pedersen sem hefur gegnt starfi rekstrarstjóra Herjólfs frá því Eimskip tók við rekstri skipsins í […]
Stelpurnar taka á móti KR í kvöld

ÍBV tekur á móti KR í Pepsídeild kvenna á Hásteinsvellinum í kvöld en leikur liðanna hefst klukkan 18:00. ÍBV er í þriðja sæti deildarinnar en getur með sigri aukið forskot sitt á Þór/KA, sem er í fjórða sæti í fjögur stig en nú munar aðeins einu stigi á liðunum tveimur. KR má hins vegar muna […]