ÍBV tekur á móti KR í Pepsídeild kvenna á Hásteinsvellinum í kvöld en leikur liðanna hefst klukkan 18:00. ÍBV er í þriðja sæti deildarinnar en getur með sigri aukið forskot sitt á Þór/KA, sem er í fjórða sæti í fjögur stig en nú munar aðeins einu stigi á liðunum tveimur. KR má hins vegar muna sinn fífil fegurri, liðið er nú í áttunda og þriðja neðsta sæti, aðeins þremur stigum frá fallsæti.