Athugun klukkan 17:00 í dag

Ekkert hefur verið hægt að sigla upp í Landeyjahöfn í dag og er búið að aflýsa fyrstu ferðum skipsins. Ákvörðun með framhaldið verður tekin klukkan 17:00 í dag og eru farþegar beðnir um að fylgjast með tilkynningum eða hafa samand við afgreiðslu. (meira…)
�?víst með fyrstu tvær ferðir Herjólfs í dag

Óvíst er með tvær fyrstu ferðir Herjólfs á morgun sunnudaginn 24. júlí (frá Eyjum 08:30 og 11:30 og frá Landeyjahöfn 10:00 og 13:00) vegna ölduhæðar (spá) í Landeyjahöfn. Vinsamlegast fylgist með tilkynningum í fyrramálið. (meira…)
Vantar fimm í öryggisgæslu á Herjólf fyrir og eftir þjóðhátíð

Eimskip rekstraraðili Herjólfs hefur fengið leyfi til að fjölga tímabundið farþegum um borð í Herjólfi á fimmtudegi fyrir Þjóðhátíð, föstudegi og á mánudegi og þriðjudegi eftir Þjóðhátíð. Fjölgun þessi þýðir um 136 farþega í ferð. Skilyrði fyrir þessari fjölgun farþega er að skipið verði mannað 5 aukastarfsmönnum sem allir þurfa að uppfylla skilyrði Siglingastofnun um […]
KFS jafnaði á lokaandartökunum

KFS jafnaði metin gegn Ými í uppbótartíma þegar liðin mættust á Þórsvellinum í dag. Liðin leika bæði í B-riðli 3. deildar en Ýmir var fyrir leikinn í efsta sæti riðilsins á meðan Eyjamenn voru í sjötta sæti. Það var þó ekki að sjá í leiknum því Eyjamenn voru sterkari lengst af í leiknum og hefðu […]
Fórnarlambanna í Noregi minnst í Stafkirkjunni

Stafkirkjan á Heimaey verður opin í dag og hægt verður að minnast þeirra sem misst hafa lífið í árásunum í Osló og Útey í gær. Kirkjan er opin milli kl. 11-17, flaggað er í hálfa stöng og hægt er að rita samúðarkveðjur í sérstaka minningarbók þar í dag og næstu daga. Á morgun, sunnudag, verður […]
KFS tekur á móti efsta liðinu á �?órsvelli

KFS tekur í dag á móti Ými, sem er efsta lið B-riðils í 3. deild karla í knattspyrnu. Eyjamenn hafa aðeins sigið niður töfluna eftir ágætis gengi framan af sumri en sigur í dag myndi fleyta liðinu aftur upp í toppbaráttuna. Ef Ýmismenn vinna hins vegar, ná þeir þriggja stiga forystu í riðlinum en þrjú […]
Gufan FM 104,7 lýsir leik Fram og ÍBV

Gufan FM 104,7 mun lýsa frá leik Fram og ÍBV í Pepsi-deild karla kl. 18 á sunnudag. Þeir félagar Jón Óskar Þórhallsson og Smári Stefánsson ætla að rifja upp gamla takta og gera leiknum skil allar 90 mínúturnar og uppbótartíma ef um semst. Gufan sendir út í Vestmannaeyjum, en einnig á internetinu á www.gufan.is þannig […]
ÍBV fær framherja frá Newcastle

ÍBV hefur fengið framherjann unga Aaron Spear til liðs við sig en hann kemur frá Newcastle United. Aaron er fæddur árið 1993 og er því ennþá á miðári í öðrum flokki. Aaron lék með yngri flokkum Plymouth til ársins 2008 þegar hann fór til Newcastle. Hann skoraði síðan í sínum fyrsta varaliðsleik með Newcastle gegn […]
Rússar bjóðast til að aðstoða Eyjamenn

Eyjafréttir.is höfðu í gær spurn að því að Elliði Vignisson bæjarstjóri sæti fund með sendiherra Rússa á Íslandi vegna Landeyjahafnar. Aðspurður staðfesti Elliði þetta. „Jú það er rétt, í gær fundaði ég með Andrey V. Tsyganov sendiherra Rússa á Íslandi.“ Elliði segir að þeir hafi fyrst og fremst rætt um Landeyjahöfn og að hann hafi […]
Villi naglbítur gerir Eyjunum skil

Síminn hefur í sumar sýnt auglýsingar þar sem popparinn hressi, Vilhelm Anton Jónsson eða Villi naglbítur segir frá sögu og staðháttum Eyjanna. Villi fer reyndar nokkuð frjálslega með staðreyndir en myndböndin eru engu að síður nokkuð skemmtileg. „Það er nú bara þannig, ef maður vill gera eitthvað vel, þá er eins gott að fá Vestmannaeying […]