KFS tekur í dag á móti Ými, sem er efsta lið B-riðils í 3. deild karla í knattspyrnu. Eyjamenn hafa aðeins sigið niður töfluna eftir ágætis gengi framan af sumri en sigur í dag myndi fleyta liðinu aftur upp í toppbaráttuna. Ef Ýmismenn vinna hins vegar, ná þeir þriggja stiga forystu í riðlinum en þrjú lið eru jöfn með 19 stig. KFS er hins vegar í 6. sæti með 13.