Bjarnólfur og Tómas Ingi taka við Víkingum

Eyjamennirnir Bjarnólfur Lárusson og Tómas Ingi Tómasson hafa tekið við liði Víkings í Pepsídeild karla eftir að Andra Marteinssyni, þjálfara liðsins var sagt upp. Hvorugur þeirra hefur reynslu af því að þjálfa í efstu deild en Bjarnólfur hefur náð góðum árangri með 2. flokk félagsins og Tómas Ingi var þjálfari 1. deildarliðs HK fram eftir […]

Baldur leysir af í Landeyjahöfn

Í dag er ár liðið frá vígslu Landeyjahafnar. Herjólfur mun hætta tímabundið siglingum um höfnina í september þegar skipið fer í slipp erlendis. Breiðafjarðarferjan Baldur mun leysa Herjólf af á meðan. Landeyjahöfn var vígð 20. júlí í fyrra. Áætlunarsiglingar hófust daginn eftir. Farþegafjöldi margfaldaðist fyrstu vikurnar þegar Herjólfur flutti jafn marga á rúmum mánuði og […]

Kap VE fyrsta skipið upp í nýrri skipalyftu

Í morgun var ný skipalyfta tekin í notkun þegar skip Vinnslustöðvarinnar, Kap VE var tekið á þurrt. Lyftan eyðilagðist 17. október 2006 þegar verið var að taka annað skip Vinnslustöðvarinnar, Gandí VE upp, að lyftugólfi gaf sig með þeim afleiðingum að stefni skipsins fór í gegnum gólfið og menn féllu í sjóinn. (meira…)

Ár frá jómfrúarferð Herjólfs í Landeyjahöfn

Í dag, 20. júlí er ár liðið frá því að Herjólfur fór í jómfrúarferð sína í Landeyjahöfn. Áætlunarsiglingar þangað hófust svo daginn eftir en síðan þá er óhætt að segja að hafi skipst á skin og skúrir með Landeyjahöfn. Siglingar gengu svo til snuðrulaust fram á haust en þá tók við tímabil þar sem höfnin […]

Gufan í loftið á föstudag

Útvarpsstöðin Gufan hefur útsendingar næstkomandi föstudag, 22. júlí klukkan átta árdegis og munu útsendingar halda áfram fram yfir þjóðhátíð. Gufan er að margra mati ómissandi þáttur í upphitun fyrir þjóðhátíð en um dagskrárgerð sjá bestu útvarpsmenn Eyjanna, þótt víðar væri leitað. Hægt er að hlusta á Gufuna á fm 104,7 en unnið er að því […]

Missti stjórn á bílnum og keyrði á staur

Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu þrátt fyrir töluverðan fólksfjölda í bænum í vikunni. Eitthvað var um pústra við skemmtistaði bæjarins um helgina en engar kærur liggja fyrir. Þá þurfti lögreglan að sinna hinum ýmsu verkefnum er varðar ölvunarástand fólks í tengslum við skemmtanahald helgarinnar. (meira…)

�??Við fengum bara enga hjálp

Mæðgur í Vestmannaeyjum saka lögreglu bæjarins um stórkostlegt aðgerðaleysi þegar fyrrum sambýlismaður móðurinnar beitti hana ofbeldi og ofsótti þrátt fyrir nálgunarbann. Málið er til rannsóknar hjá ríkissaksóknara. (meira…)

Bryan Hughes farinn aftur til Englands

Enski miðjumaðurinn Bryan Hughes er hættur að spila með ÍBV og er farinn aftur til Englands. Miðjumaðurinn náði ekki að sýna sínar bestu hliðar í búningi ÍBV í sumar, spilaði alls sjö leiki fyrir félagið og skoraði eitt mark í Valitorbikarkeppninni. Hughes var einu sinni í byrjunarliðinu, gegn Fjölni í bikarkeppninnil og skoraði einmitt í […]

�??Tökum þetta mjög alvarlega�??

„Við tökum fréttum af þessari hátíð mjög alvarlega,“ segir Páll Scheving, formaður þjóðhátíðarnefndar. Að minnsta kosti þremur komum var byrluð ólyfjan á Bestu útihátíðinni á Gaddstaðaflötum við Hellu um þarsíðustu helgi. Páll segir að öflugt eftirlit verði tryggt á Þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum. (meira…)

Agent Fresco, Lockerbie og Of Monsters and Men með tónleika í kvöld

Í kvöld klukkan 21:00 munu þrjár af efnilegustu hljómsveitum Íslands halda tónleika á Prófastinum. Þetta eru sveitirnar Agent Fresco, Lockerbie og Of Monsters and Men en tónleikarnir eru þeir fyrstu í hringferð sveitanna um landið. Miðaverð á tónleikanna er aðeins 1.000 krónur og óhætt að hvetja unnendur góðrar tónlistar að láta þessa tónleika ekki framhjá […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.