Víðtæk verkföll BSRB hófust í morgun

Folk Margmenni2

Umfangsmikil verkföll blasa við, eftir að samningafundi BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk í nótt án niðurstöðu. Ekki hefur verið boðað til annars fundar en deilendur höfðu setið á rökstólum í næstum 13 klukkustundir. Verkfallið sem hófst í morgun nær til 2.500 félagsmanna BSRB í 29 sveitarfélögum. Aðgerðirnar hafa áhrif á starfsemi 70 leikskóla, nær […]

GRV – Neistinn sannar sig enn og aftur

Nú liggja fyrir niðurstöður í þróunarverkefninu, Kveikjum neistann um lestrarfærni barna í fyrsta og öðrum bekk í Grunnskóla Vestmannaeyja í lok námsársins 2023. Þær sýna að aðferðafræðin er að sanna sig annað árið í röð. Niðurstöður eru að 98% barnanna í fyrsta bekk geta nú lesið orð sem er mjög góður grunnur, segir á Fésbókarsíðu […]

Fjölbreytt dagskrá sjómannadagsins

Klukkan tíu í dag, sjómannadaginn verða fánar dregnir að húni. Klukkan 13.00 er sjómannamessa í Landakirkju þar sem séra Guðmundur Örn predikar og þjónar fyrir altari. Eftir messu verður minningarathöfn við minnisvarða hrapaðra og drukknaðra. Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur nokkur lög. Blómsveigur lagður að minnisvarðanum Guðni Hjálmarsson stjórnar athöfninni. Milli klukkan 14.00 og 17.00 er hið […]

Lokahóf ÍBV – Verðlaunahafar og myndir

Handbolta menn og konur gerðu sér glaðan dag í gærkvöldi þegar lokahóf hanknattleiksdeildar ÍBV fór fram. Veitt voru verðlaun fyrir árangur vetrarins en það voru þau Rúnar Kárason og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir sem voru valin bestu leikmenn meistaraflokkana. Hér að neðan má sjá verðlaunahafa og myndir frá kvöldinu. 3. flokkur karla: ÍBV-ari: Andri Andersen Mestu Framfarir: Ívar […]

Laugardagur – Dorgveiði, Sjómannafjör og hátíð í Höllinni

Dagskrá dagsins hefst klukkan 11:00 með dorgveiðikeppni SJÓVE og Jötuns á Nausthamarsbryggju. Vegleg verðlaun fyrir stærsta fiskinn, flesta fiska og fleira. Klukkan 13:00 er Sjómannafjör á Vigtartorgi þar sem séra Viðar byrjar á að blessa daginn. Þá taka við hefðbundin atriði, kappróður, koddaslagur, tuðrukvartmíla, lokahlaup, sjómannaþraut, þurrkoddaslagur og foosballvöllur verður á staðnum. Blaðrarinn mætir á […]

Þjóðhátíðarlagið Þúsund hjörtu- Myndband

Emmsjé Gauti frumflutti Þjóðhátíðarlagið Þúsund hjörtu í gær. Lag og texti eru samin af Gauta og Þormóði Eiríkssyni en Jón Ragnar Jónsson er meðhöfundur lagsins. Kórarnir þrír í laginu eru Karlakór Vestmannaeyja, Kvennakór Vestmannaeyja og Fjallabræður. Þjóðhátíðarnefnd tilkynnir einnig í dag að söngkonurnar Jóhanna Guðrún og Diljá koma fram á stóra sviðinu í Herjólfsdal og […]

Kristrún – Nýtt útspil í heilbrigðismálum í haust

„Þetta var frábær dagur í Eyjum. Við áttum mjög gagnlega vinnufundi á sjúkrahúsinu og í Hraunbúðum og við Íris bæjarstjóri tókum fundinn okkar bara úti í góða veðrinu. Samtalið um heilbrigðismálin á Vigtinni bakhúsi var gott og nú þurfum við jafnaðarmenn að standa undir væntingum. Við ætlum að kynna útspil í heilbrigðismálum næsta haust sem […]

Sjómannadagurinn – Fjölbreytt dagskrá í dag og kvöld

Segja má að dagskrá Sjómannahelgarinnar hafi byrjað í gær þegar Skátarnir dreifðu Sjómannadagsblaðinu frítt í öll hús í Eyjum. Yngri flokkar ÍBV sáu um merkjasöluna. Klukkan 18:00 í gær var Sjómannabjórinn 2023 kynntur við hátíðlega athöfn á Ölstofu The Brothers Brewery. Sjómaðurinn í ár er Kristján Óskarsson, Stjáni á Emmunni. Fjölmenni var við athöfnina. Sjómannadagsmeistarinn […]

Fasteignamat íbúða hækkar um 22,2% í Vestmannaeyjum

Húsnæðis og mannvirkja stofnun kynnti fasteignamat ársins 2024 á fundi miðvikudaginn 31. maí síðastliðinn. Fram kemur á vísir.is að á fundinum var farið yfir verðþróun á markaði, framboð og húsnæðisþörf. Í kynningunni kom fram að fasteignamati er ætlað að gefa mynd af markaðsvirði fasteigna. Því er ætlað að endurspegla breytingar á verðþróun síðasta árs og […]

Minnisvarðinn á Skansinum afhjúpaður í dag

Rúmlega 500 nöfn frá árinu 1251 Í dag, föstudaginn 2. júní klukkan 18.00 verður afhjúpaður minnisvarði á Skansinum til minningar um drukknaða sjómenn. Sjómannadagsráð undir forystu Ríkharðs Zöega Stefánssonar stendur að minnisvarðanum. Á honum verða yfir 500 nöfn Eyjasjómanna og annarra sem drukknað hafa og nær listinn aftur á 13. öld. Ríkharður fékk öflugan hóp […]