Vilja tvöfalda heimgreiðslur

Á fundi fræðsluráðs í vikunni sem leið lögðu fulltrúar meirihluta til að heimgreiðslur hækki úr 110.000 krónum og verði allt að 220.000 á mánuði við upphaf næsta fjárhagsárs og út árið 2024 en verði enduskoðaðar að þeim tíma liðnum. Fræðsluráð óskar eftir því að reglur um heimgreiðslur komi inn á næsta fund þar sem þær verði […]
Stjarnan sigraði Orkumótið

Hið árlega Orkumót í knattspyrnu drengja í 6. flokki fór fram nú á dögum í fertugasta skiptið og lauk í gær þar sem lið Stjörnunnar og KR léku til úrslita á Hásteinsvelli. „Það var Stjarnan sem sigraði Orkumótið í ár. Þeir mættu KR-ingum í jöfnum og mjög spennandi leik þar sem að Stjörnumenn komust yfir […]
Henry P. Lading enn og aftur

„Þegar ég kom úr tuðruferð í gærkvöldi var þessi prammi/skip kominn að bryggju,“ segir Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar á FB-síðu sinn fyrir skömmu. „Mér fannst ég eitthvað kannast við þetta – og enn frekar þegar ég sá nafnið – Henry P. Lading. Þetta skip sá ég síðast einmitt í júlí 1968. Þá var ég 14 […]
Mikilvægur leikur hjá KFS í dag

KFS, sem leikur í þriðju deild karla mætir ÍH á Týsvelli klukkan 14.00 í dag. Mikilvægur leikur fyrir bæði lið. KFS er í níunda sæti með 10 stig eftir níu umferðir. ÍH er með 8 stig eftir jafnmarga leiki en þetta er síðasti leikur deildarinnar í 10. umferð. Biður KFS um góðan stuðning. (meira…)
Lést eftir fall úr Ystakletti

Karlmaður á áttræðisaldri er látinn eftir að hafa hrapað úr Ystakletti í dag. Í samtali við Vísi staðfestir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, að maðurinn hafi verið úrskurðaður látinn þegar honum var komið í land og að vitað sé hver hann er. Tildrög slyssins eru til rannsóknar en talið er að maðurinn hafi verið við smölun […]
Farþegar Herjólfs 108 þúsund fyrstu fimm mánuði ársins

Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., kom á fund bæjarráðs í vikunni og gerði grein fyrir rekstri félagsins fyrstu fimm mánuði ársins, m.a. farþegaflutningum og rekstrarstöðu. Staða Herjólfs er í samræmi við áætlanir um starfsemi og rekstur félagsins. Fyrstu fimm mánuði ársins var farþegafjöldi Herjólfs 107.961 farþegar. (meira…)
Frestur félagsmanna fer að ljúka

Kæru félagsmenn ÍBV. Senn líður að Þjóðhátíð og nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða á kjörum félagsmanna. Miðasölu félagsmanna lýkur á miðnætti þann 4. júlí.Þjóðhátíðarnefnd vill því hvetja alla félagsmenn til að nýta sér afsláttinn og næla sér í miða sem allra fyrst áður en fresturinn rennur út. ATH! Frestur rennur […]
Hátíðarviðburður 3. júlí

Efnt er til sérstaks hátíðarviðburðar í tilefni þess að mánudaginn 3. júlí 2023, verða 50 ár liðin frá lokum eldgossins á Heimaey. Viðburðurinn fer fram á Skansinum þann 3. júlí 2023 og hefst kl. 17:00. Þar verða ávörp forseta Íslands, forsætisráðherra, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, f.h. Norðurlandanna og bæjarstjóra Vestmannaeyja. Jafnframt […]
Afmæliskaka í Týsheimilinu

Í tilefni þess að við erum að halda 40. Orkumótið verður boðið upp á afmælisköku í Týsheimilinu, í salnum niðri, í dag fimmtudag kl. 9-11 og 14-16. Mjólkursamsalan býður upp á mjólk með kökunni. Allir velkomnir að kíkja við! Uppfært: Hér má sjá myndir frá í morgun. (meira…)
Þekkingarsetur Vestmannaeyja hlaut 5.000.000 kr styrk fyrir rauðátu verkefnið

Þekkingarsetur Vestmannaeyja fær 5.000.000 kr styrk fyrir verkefnið “Veiðar og vinnsla á rauðátu við Vestmannaeyjar” úr Lóunni, nýsköpunarstyrkjum fyrir landsbyggðina. Í ár hljóta 25 verkefni styrk úr Lóunni. Hlutverk Lóunnar er að styðja við nýsköpun, eflingu atvinnulífs og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni á forsendum svæðanna sjálfra. Í ár var sérstaklega […]