Markmið allra Vinaverkefna Rauða krossins er að rjúfa félagslega einangrun fólks með því að veita félagsskap/nærveru og hlýju. Sjálfboðaliðastarfið er unnið út frá þörfum notanda hverju sinni og útfærslur verkefnisins eru því fjölbreyttar.
Sjálfboðaliðar Símavina hringja í einstaklinga 18 ára og eldri af öllum kynjum. Hlutverk sjálfboðaliða okkar er að hringja í þátttakendur úr eigin síma á fyrirfram ákveðnum tíma. Hægt er að hringja hvaðan sem er, en mælt er með að sjálfboðaliðar hringi þaðan sem er ró og litlar líkur á mikilli truflun fyrir samtalið.
Við gerum kröfu um að sjálfboðaliðar og þátttakendur í verkefninu hafi náð 18 ára aldri.
Áhugasamir þátttakendur sem og sjálfboðaliðar geta sótt um á vefsíðu Rauða krossins, hér: https://www.raudikrossinn.is/verkefni/innanlandsverkefni/heilbrigdi-og-velferd/vinaverkefni/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst