Fyrstu tunnurnar á leiðinni

Fyrstu tunnurnar í þriggja tunnu flokkunarkerfi sorps komu til Vestmannaeyja á mánudaginn. Mun Íslenska gámafélagið dreifa þeim til íbúa og er miðað við að því verði lokið í þessari viku. Þetta kom fram á fundi í framkvæmda- og hafnarráði sem leggur ríka áherslu á að Íslenska gámafélagið upplýsi bæjarbúa um seinkunina. Kerfið átti að koma […]
Vinnslustöðin greiðir rúmar 500 milljónir í arð

Í Viðskiptablaðinu er greint frá því að Vinnslustöðin hafi hagnast um 13,7 milljónir evra, eða um tæpa 2,3 milljarða króna fyrir fjármagnsliði og skatta á árinu 2010. Það er tvöfallt meiri hagnaður en árið á undan. Hagnaður eftir fjármagnsliði og skatta nam 4,4 milljónir evra, eða 735 milljónum króna. Lagt er til að greiða arð […]
Hafin verði hönnun á nýju skipi

Elliði Vignisson, bæjarstjóri segist mjög ósáttur við framgang mála í Landeyjahöfn. Hann segir að því miður líti allt út fyrir að Eyjamenn og aðrir notendur Landeyjahafnar séu í sömu sporum og í fyrravetur þó komið sé hásumar. Ástæðan er að á sunnudaginn var ferðum frestað vegna veðurs sem var langt innan þeirra marka sem upphaflega […]
Eyjamenn úr leik í Evrópukeppninni

ÍBV er úr leik í Evrópudeild UEFA eftir að hafa tapað fyrir írska liðinu Saint Patrick’s Athletic 2:0 í Dublin í kvöld. Fyrri leik liðanna lauk með 1:0 sigri ÍBV en írska liðið fer því áfram 2:1 samanlagt. Bæði mörk írska liðsins komu í fyrri hálfleik, á 24. og 36. mínútu. En þrátt fyrir að […]
Kasakstanför bíður Eyjamanna

Eyjamenn þurfa heldur betur að leggja land undir fót ef þeir slá St. Patrick’s Athletic út í 1. umferð Evrópudeildar UEFA í fótbolta í Dublin í kvöld. Nú liggur fyrir að andstæðingar þeirra í 2. umferð yrðu Shakhter Karagandy frá Kasakstan. (meira…)
Herjólfur flutti 44 þúsund farþega í júnímánuði

4. maí tókst að opna Landeyjahöfn aftur fyrir siglingum Herjólfs og hefur þeim verið haldið uppi síðan. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa einhverjar ferðir fallið niður eða verið seinkað vegna veðurs, viðhalds og/eða bilana á skipi. Þessi frávik eru þó mun færri heldur en ætla mætti af umfjöllun fjölmiðla. Í júní flutti […]
Vertíðarstemmning í Eyjum

Vertíðarstemmningin við humar- og makrílvinnslu í Vestmannaeyjum er á við það sem gerðist fyrir tæpum þremur áratugum segir mannaflsstjóri Vinnslustöðvarinnar, Þór Ísfeld Vilhjálmsson. Hann segir að um 150 manns hafi verið ráðnir við fiskvinnslu fyrirtækisins frá því um miðjan maí. (meira…)
Gróa Hreinsdóttir verður á orgeli Landakirkju í júlímánuði

Gróa Hreinsdóttir, kórstjóri og organisti í Hveragerði, verður organisti Landakirkju í júlí og stýrir Kór Landakirkju þennan mánuðinn. Hún mun koma um helgar til að messa á sunnudögum og við önnur tækifæri þar sem óskað er eftir orgelleik við athafnir. Ekki hefur enn verið gengið frá fastráðningu organista við Landakirkju en auglýsing um starfið í […]
Í ár hafa 30 bæst í hóp þeirra 140 fyrirtækja sem njóta þjónustu hennar

Markaðsstofa Suðurlands hefur nú verði starfrækt í tvö ár og unnið ötullega að því að styrkja hlutdeild fyrirtækja á Suðurlandi í ferðamannastraumnum og þjónustu við ferðamenn. Síðastliðinn vetur var tekin upp sú nýbreytni að bjóða ferðakaupendum í kynnisferðir um svæðið. Davíð Samúelsson framkvæmdastjóri Markaðsstofunnar er ekki í vafa um að kynning af þessu tagi skili […]
Ekki vantraust á Eimskip

Elliði Vignisson, bæjarstjóri, staðfesti í samtali við Fréttir að Vestmannaeyjabær sé að leita að skipi sem getur þjónustað Vestmannaeyjar um Landeyjahöfn, ef til þess kemur að Herjólfur verði látinn sigla til Þorlákshafnar næsta vetur. Leitin er á frumstigi en nokkur skip hafa komið upp á borðið. „Við ákváðum að kanna þessa leið þegar fyrir lá […]