Mjallhvít og dvergarnir sjö á Stakkó í dag

Leikhópurinn Lotta sýnir glænýtt íslenskt leikrit um Mjallhvíti og dvergana sjö á Stakkó í dag, mánudaginn 27. júní klukkan 18. Þetta er fimmta sumarið sem Leikhópurinn Lotta setur upp útisýningu en síðastliðin sumur hefur hópurinn tekist á við Hans klaufa, Rauðhettu, Galdrakarlinn í Oz og Dýrin í Hálsaskógi. (meira…)

�?vænt tap hjá KFS á heimavelli

KFS tók í dag á móti KH í B-riðli 3. deildar karla en KH var fyrir leikinn í næst neðsta sæti riðilsins og hafði aðeins unnið einn leik, gert eitt jafntefli og tapað þremur. KFS hafði hins vegar gengið öllu betur en Eyjamenn hafa unnið þrjá leiki en þriðji tapleikurinn kom hins vegar í dag. […]

Fjölmennt í Eyjum um helgina og veðrið lék við Eyjamenn og gesti þeirra

Það var mikið um að vera í Eyjum um helgina. Shellmótið fór vel fram eins og venjulega og er mótið orðið eitt af bestu vörumerkjum Eyjanna. Reiknað er með að á fjórða þúsund manns hafi sótt mótið að þessu sinni. Það mun vera mesti fjöldi mótsgesta til þessa, Tilkoma Landeyjahafnar hefur þar örugglega haft sitt […]

Huginsmenn planka

Nýjasta æðið úti hinum breiða heimi er eitthvað sem hefur verið kallað að planka hér á landi. Eins og sönnum Íslendingum sæmir hefur landinn tekið þetta æði föstum tökum og er nú plankað út um allar koppagrundir. Áhöfnin á Huginn VE þykir afburða snögg að læra ný vinnubrögð sem til þessa hafa nær einvörðungu miðast […]

Ferðum Herjólfs fjölgað á mánudögum og miðvikudögum

Sem kunnugt er hafa fólks- og bílaflutningar með Herjólfi verið meiri í sumar en skipið hefur með góðu móti getað annað. Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur óskað eftir því að ferðum skipsins verði fjölgað frá mánudegi til miðvikudegs, en þá hafa verið farnar 4 fjórar ferðir á dag. Nú hefur verið ákveðið að fjölga ferðum á mánudögum […]

Til umhugsunar fyrir launamenn á Íslandi

Mig langar að vekja athygli á máli sem snertir ansi stóran hóp launþega innan Starfsgreinasambands Íslands, nánar til tekið um 50.000 manns, þar á meðal á félagssvæði þíns verkalýðsfélags sem er innan Starfsgreinasambandsins. Þar með erum við að tala um þinn pening, þín stéttarfélagsgjöld. Af þeim rennur hluti til Starfsgreinasambandsins og á hluta þess fjár […]

ÍBV sigur í fjörugum og dramatískum leik

Í frábæru veðri á frábærum Hásteinsvelli lutu Garðbæingar í gras að leik loknum. Og máttu svo sem vera svekktir, þeir áttu möguleika á a.m.k. jafntefli. En sigurinn hinsvegar verðskuldaður hjá ÍBV liðinu, það var betra liðið en átti við flott lið Stjörnunar að etja. Þá var hlutur dómarans, Erlends Eiríkssonar, full mikill í leiknum, það […]

Mamma er sofandi og hurðin er læst

Nonni litli var aðeins farinn að velta fyrir sér lífinu og tilverunni og einn daginn fór hann til pabba síns og spurði hann: “Hvað eru stjórnmál?” Pabbi hans svaraði: “Jú sjáðu til, það er kannski best að ég útskýri það á þennan hátt: Ég vinn fyrir fjölskyldunni og þess vegna skulum við kalla mig Auðmagnið. […]

Hópferð á Evrópuleik ÍBV næsta fimmtudag

Boðið verður upp á Hópferð á Evrópuleikinn gegn St Patrick´s næsta fimmtudag. Herjólfusmiði, rútumiði og miði á leikinn. Miðaverð: 5.900 kr fyrir fullorðna 16 ára og eldri 5.300 kr fyrir 12-15 ára 4.700 kr fyrir 11 ára og yngri. Innifalið í verði er Herjólfsmiði, rútumiði og miði á leikinn. (meira…)

Áttu einhverja muni sem tengjast íþróttasögu Vestmannaeyja?

Þessar vikurnar er unnið hörðum höndum að gagngerum endurbótum á Byggðasafni Vestmannaeyja. Bæði húsið sjálft og öll uppsetning á safngripum tekur algerum stakkaskiptum. Fyrirhugað er að einn básinn á Byggðasafninu verði tileinkaður íþróttasögu Vestmannaeyja. En þar sem lítið er til af af slíkum munum í eigu safnsins, er leitað til þín, lesandi góður. – Er […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.