Sem kunnugt er hafa fólks- og bílaflutningar með Herjólfi verið meiri í sumar en skipið hefur með góðu móti getað annað. Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur óskað eftir því að ferðum skipsins verði fjölgað frá mánudegi til miðvikudegs, en þá hafa verið farnar 4 fjórar ferðir á dag. Nú hefur verið ákveðið að fjölga ferðum á mánudögum og miðvikudögum í 5 ferðir milli Eyja og Landeyjahafnar hvorn dag.