Áttu einhverja muni sem tengjast íþróttasögu Vestmannaeyja?

Þessar vikurnar er unnið hörðum höndum að gagngerum endurbótum á Byggðasafni Vestmannaeyja. Bæði húsið sjálft og öll uppsetning á safngripum tekur algerum stakkaskiptum. Fyrirhugað er að einn básinn á Byggðasafninu verði tileinkaður íþróttasögu Vestmannaeyja. En þar sem lítið er til af af slíkum munum í eigu safnsins, er leitað til þín, lesandi góður. – Er […]

Sárt tap – en það hlaut að koma að því

Þar kom að því að kvennalið ÍBV í meistaraflokki fengi á sig mark, – og tap – eftir fimm taplausa leiki og án þess að fá á sig mark í þeim. Í kvöld var Stjarnan í Garðabæ mótherjinn og leikurinn fór fram gervigrasvelli þeirra. Stjörnustúlkur voru mun ákveðnari og meira með boltann í leiknum og […]

Landeyjahöfn á að veita okkur þjónustu í 12 mánuði á ári

Siglingar Herjólfs hafa það sem af er sumri gengið afar vel. Bæjarbragurinn ber sterk einkenni þessa og fáum dyljast þau sóknarfæri sem samfélagið hefur fengið með tilkomu Landeyjahafnar. Kálið er þó ekki sopið fyrr en í ausuna er komið. Verði ekki gripið til aðgerða og framkvæmda er hætt við að næsti vetur verði okkur Eyjamönnum […]

Alvöru prófsteinn hjá stelpunum í kvöld

Í kvöld klukkan 18:00 verður sannkallaður toppslagur í Pepsídeild kvenna þegar ÍBV sækir Stjörnuna heim á gervigrasið í Garðabæ. ÍBV er í efsta sæti með 13 stig, jafn mörg stig og Valur en betra markahlutfall en bæði lið hafa unnið fjóra leiki og gert eitt jafntefli. Stjarnan hefur hins vegar unnið fjóra leiki en tapað […]

25 þúsund farþegar hafa ferðast með Herjólfi það sem af er júní

Það sem af er júnímánuði, hefur Herjólfur flutt 25 þúsund farþega milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja. Og skipið hefur flutt 9500 manns á viku, síðustu tvær vikurnar. Og það sem af er þessari viku hefur skipið verið fullt í allar ferðir, hvort sem er til Eyja eða frá Eyjum. (meira…)

Telur mikilvægt að ferðum Herjólfs verði fjölgað ennfrekar

Á fundi bæjarráðs í dag var m.a. rætt um málefni Herjólfs í framhaldi af fundi sem bæjarfulltrúar áttu með Kristínu Sigurðardóttur og Gunnari Gunnarssyni frá Vegagerðinni, í síðustu viku. Tilgangur þess fundar var að ræða væntanlega slipptöku Herjólfs og afleysingaskip á meðan. Einnig báru á góma þjónustumál um borð í Herjólfi til lands og sjávar. […]

Unnið á vöktum í þremur frystihúsum

Makrílveiðar ganga vel og skipin eru nú á veiðum suður af Eyjum, frá Kötlugrunni vestur að Grindavíkurdýpi. Skipin koma inn til löndunar en hver veiðiferð tekur um sólarhring og unnið er á er á vöktum við vinnslu á makríl í Ísfélagi, Vinnslustöð og Godthaab í Nöf. Á milli 3600 til 3700 tonnum hefur verið landað […]

Ferðamenn strandaglópar í �?orlákshöfn

Sunnlenska is skýrir frá því á vefsíðu sinni, að margir ferðamenn hafi gripið í tómt, þegar þeir komu til Þorlákshafnar á leið til Eyja. Þar var enginn Herjólfur og engar merkingar á bryggjunni sem vísa ferðamönnum yfir í Landeyjahöfn. Í sumum tilvikum hefur það komið fyrir að ferðamenn sem koma að austan, úr Norrænu á […]

Forsala á �?jóðhátíð Vestmannaeyja hefst á morgun

Forsala aðgöngumiða á Þjóðhátíð Vestmannaeyja hefst að nýju á morgun. Forsalan er á sölustöðum N1 um allt land og í Eyjum verður hún í Skýlinu. Forsöluverðið er kr. 14.900,- en þegar henni lýkur í vikunni fyrir Þjóðhátíð hækkar verðið kr. 16.900,- Sunnudagsverðið er hinsvegar kr. 8.000,- (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.