Eyjamenn fóru létt með Hvíta riddarann

Það fór ekki mikið fyrir gestrisninni þegar KFS tók á móti Hvíta riddaranum í 3. deildinni í gær. Leikurinnví fór fram á Helgafellsvelli við frekar erfiðar aðstæður því um miðjan fyrri hálfleik fór að rigna eins og hellt væri úr fötu og rigndi nánast allan leikinn. En Eyjamenn létu það ekkert á sig fá og […]

Glæsilegu Pæjumóti lokið

Stærsta Pæjumóti TM og ÍBV síðari ára lauk í dag með veglegu lokahófi í Íþróttamiðstöðinni. Alls voru rúmlega sjö hundruð þátttakendur en mótið hefur stækkað mikið síðustu þrjú ár. Stelpurnar létu það ekkert trufla sig þótt veðurguðirnir hafi eitthvað verið óhressir um helgina, reyndar slapp mótið ótrúlega vel því um leið og síðasta leik lauk […]

Rigning gerði kylfingum erfitt fyrir

Í dag hófst Egils Gull mótið í Eimskipsmótaröðinni í golfi en mótið fer fram á golfvellinum í Eyjum. Mótið fór ágætlega af stað, reyndar var rigning í morgun og nokkur vindur en upp úr klukkan eitt fór að rigna eins og hellt væri úr fötu. Það varð til þess að síðari hring dagsins var aflýst […]

Sæbjörg Íslandsmeistari í 100 km hlaupi

Sæbjörg Logadóttir varð í dag Íslandsmeistari í 100 km. ofurhlaupi sem haldið var á höfuðborgarsvæðinu. Sæbjörg gerði gott betur því hún bætti Íslandsmet kvenna í 100 km. hlaupi um heila eina klukkustund og 23 mínútur, sannarlega glæsilegur árangur en hún hljóp vegalengdina á 9 klukkutímum, 12 mínútum og 46 sekúndum. (meira…)

Hvatning til bæjarfulltrúa

Nú er fyrsta stóra ferðahelgi ársins hafin og er búist við að rúmlega 2000 manns sæki Vestmannaeyjar heim í tengslum við Pæjumót TM. Þá er ótalið það fólk sem kemur um helgina vegna annara viðburða. ÍBV leggur mikið á sig til þess að gestum líði sem best á meðan dvöl þeirra stendur og fari héðan […]

Bóndinn og beljan

Bóndi situr á þorpsbarnum og er orðinn all drukkinn, þegar maður kemur inn og spyr bóndann; „Hei, af hverju situr þú hérna á þessum fallega degi – útúrdrukkinn?”Bóndinn: „Suma hluti er bara ekki hægt að útskýra”Maðurinn: „Nú hvað gerðist svona rosalegt?”Bóndinn:„Nú ef þú þarft endilega að vita það…… Í dag var ég að mjólka kúnna […]

Líf og fjör á Pæjumóti ÍBV og TM

Pæjumót ÍBV og TM sem fer fram í Vestmannaeyjum þessa dagana gengur eins og í sögu. Reyndar voru einhver vandræði á tjaldstæðinu við Þórsheimilið bæði í gær og í nótt þar sem vindstrengurinn varð hvað mestur og þurfti m.a. lögregla og félagar í Björgunarfélagi Vestmannaeyja að aðstoða þá sem þar voru. En sjálft mótið gengir […]

Stærsta mótið í mörg ár

Pæjumótið hófst í morgun en mótið í ár er það stærsta sem haldið hefur verið í fjölmörg ár. Þátttakendur í mótinu eru tæplega 800 talsins en auk þeirra koma fjölmargir foreldrar og aðrir forráðamenn til Eyja í tengslum við mótið og óhætt að áætla að fjöldi mótsgesta sé í kringum 1200 talsins. Einar Friðþjófsson er […]

Sigmund sýnir um goslokahelgina

Í Fréttum í dag er sagt að Sigmund Jóhannsson, teiknari með meiru, verði með sýningu í Akóges um hvítasunnuhelgina. Það er ekki rétt. Hið rétta er að hann verður með stóra sýningu í Akóges um goslokahelgina og verður hún opnuð fimmtudaginn 30. júní. (meira…)

Fullnægjandi vernd og löggæsla verði allan sólarhringinn

„Nú liggur fyrir að vegna niður­­- s­kurðar og missi sértekna vegna sjúkraflutninga hefur embætti lög­reglustjórans í Vestmannaeyjum ekki lengur fjármagn til þess að tryggja íbúum Vestmannaeyja löggæslu allan sólarhringinn eins og verið hefur,“ segir í ályktun bæjarráðs frá því á þriðjudaginn. Þar segir að fyrir liggi að lög­reglustjóri hafi boðað breytingu á vaktafyrirkomulagi lögreglunnar í […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.