Aðeins sex tíma stím á miðin

Makrílvinnsla er um það bil að komast á fullan snúning í Vinnslustöðinni. Kap VE og Sighvatur VE skiptast um að sækja aflann og er aðeins sex tíma stím á miðin. Ísfélagið er að undirbúa veiðar og Huginn VE hefur þegar landað frystum afurðum. (meira…)
Hryggbrotnaði við sprang í Eyjum

Ástríður Jóna Guðmundsdóttir liggur hryggbrotin á bæklunardeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hafa fallið úr yfir tveggja metra hæð í Spröngunni í Vestmannaeyjum. Hún segir að merkingar á staðnum hefðu mátt vera betri, en leggur áherslu á að við engan sé að sakast, þetta hafi einfaldlega verið slys. (meira…)
�?tlar að hlaupa 100 kílómetra

Sæbjörg Logadóttir tekur þátt í 100 kílómetra hlaupi sem fer fram í Reykjavík á laugardaginn. Hlaupið hefst í Nauthólsvík og þátttakendur hlaupa fimm kílómetra hring tuttugu sinnum. Tuttugu manns eru skráðir í hlaupið, þar af þrjár konur og hver og einn hefur 13 tíma til að ljúka hlaupinu. Sæbjörg er vel undirbúin fyrir hlaupið og […]
ÍBV heldur áfram á sigurbraut

Kvennalið ÍBV hélt áfram sigurgöngu sinni í kvöld þegar stelpurnar tóku á móti Þrótti í nýliðaslag Pepsídeildarinnar. Leikurinn fór fram við frábærar aðstæður á Hásteinsvelli en í fyrri hálfleik voru Eyjastúlkur mun sterkari, skoruðu tvö mörk sem hefðu hæglega getað verið fleiri. Í síðari hálfleik var leikurinn hins vegar mun jafnari og fengu bæði lið […]
Afkoma 1000 í hættu

Páley Borgþórsdóttir, formaður bæjarráðs, segir ekkert of sagt í ályktuninni og varar ekki síst við minna frumvarpinu sem sé í raun úlfur í sauðagæru. „Það er verið að telja okkur trú um að það sé lítið og saklaust og skipti litlu máli fyrir okkur. Svo er alls ekki því það opnar allar gáttir að stóra […]
Ísfélagið missir allt að 40 prósent þorskkvótans strax í haust

Í ályktun sem bæjarráð sendi frá sér á þriðjudaginn er dregin upp mjög dökk mynd af því sem getur gerst í Vestmannaeyjum verði frumvörp sjávarútvegsráðherra um breytingar á stjórn fiskveiða að lögum. Auk þess muni þau koma harkalega niður á allri íslensku þjóðinni þar sem arðbærni og þjóðhagslegri hagkvæmni sjávarútvegsins er varpað fyrir róða. (meira…)
Halda stelpurnar áfram sigurgöngu sinni?

ÍBV tekur á móti Þrótti í 4. umferð Pepsídeildar kvenna í kvöld á Hásteinsvellinum en leikurinn hefst klukkan 18:00. ÍBV hefur unnið fyrstu þrjá leikina og á enn eftir að fá á sig mark en hefur skorað tólf mörk. Þróttur hefur hins vegar gert tvö jafntefli, gegn KR og Breiðabliki en tapað fyrir Stjörnunni. Það […]
Tap í kuldanum á Akureyri

Eyjamönnum mistókst að ná efsta sætinu fyrir pásuna sem gerð verður á Íslandsmótinu vegna þátttöku U-21 árs landsliðs Íslands á Evrópumótinu. ÍBV tapaði í kvöld fyrir Þór á Akureyri en lokatölur urðu 2:1. KR-ingar eru í efsta sætinu og halda því óháð úrslitum í leik sínum gegn FH því aðeins Valsmenn geta náð þeim að […]
Tonny og Abel enn í �?ganda

Úgönsku leikmennirnir Tonny Mawejje og Abel Dhaira eru enn í Úganda. Þeir léku með úganska landsliðinu gegn Guinea Bissau og unnu 2:0 en Tonny var í byrjunarliðinu en Abel sat á bekknum. Þeir áttu að koma aftur til landsins á sunnudag og spila með ÍBV gegn Þór á Akureyri í kvöld en nú er ljóst […]
Vinir Sjonna í Höllini um hvítasunnuna

Súpergrúbban Vinir Sjonna, þeir Hreimur, Viggi, Gunni, Matti, Pálmi og Benni, skemmtir gestum Hallarinnar um Hvítasunnuna, nánar tiltekið hefur hún leik eftir miðnætti á Hvítasunnukvöld. Lokahóf SJÓVE verður haldið i Höllinni á Hvítasunnukvöld, þ.a. það ætti að vera orðið rúmlega ballfært þegar húsið opnar á miðnætti. Peyjarnir slógu í gegn í aðdraganda Eurovision forkeppninnar hér […]