Eyjamönnum mistókst að ná efsta sætinu fyrir pásuna sem gerð verður á Íslandsmótinu vegna þátttöku U-21 árs landsliðs Íslands á Evrópumótinu. ÍBV tapaði í kvöld fyrir Þór á Akureyri en lokatölur urðu 2:1. KR-ingar eru í efsta sætinu og halda því óháð úrslitum í leik sínum gegn FH því aðeins Valsmenn geta náð þeim að stigum en Valur spilar ekki fyrr en í lok mánaðarins.