Hefur komist yfir einhverja formúlu sem okkur hinum er hulin

Við höfum lengi haft augastað á Páli Steingrímssyni í þáttinn Sjálfstætt fólk. Framlag Páls til íslenskrar heimildarmynda er einstakt en hann hefur eins og kunnugt er unnið fleiri og betri náttúrulífsmyndir en nokkur annar hér á landi og þótt víðar væri leitað,“ segir Jón Ársæll Þórðarson en Páll verður gestur í þætti hans á sunnudagskvöldið. […]

Makríl landað í Eyjum

Byrjað er að veiða makríl við Vestmannaeyjar og hafa að minnsta kosti þrjú skip þegar landað afla hjá Vinnslustöðinni en veiðar og vinnsla hefjast þó ekki af krafti fyrr en eftir helgi. Makríltorfur hafa sést við Eyjar í dag. Ísleifur VE og Kap VE fóru í gær á veiðar og fengu afla skammt frá Eyjum. […]

Skoðaðu yfir 600 myndir frá Sumarstúlkukeppninni

Sumarstúlkukeppnin var haldin með pompi og prakt um síðustu helgi í Höllinni. Stelpurnar fjórtán sem tóku þátt í keppninni stóðu sig með mikilli prýði en að lokum var Sara Rós Einarsdóttir valin Sumarstúlka Vestmannaeyja 2011. Þeir Ómar Garðarsson og Óskar Pétur Friðriksson mynduðu báðir keppnina í bak og fyrir en hér að neðan er hægt […]

Stórglæsileg dagskrá um helgina

Sjómannadagshelgin hefst með formlegum hætti á morgun, föstudag með hinu árlega knattspyrnumóti áhafna sem fer fram á Þórsvellinum. Eftir það tekur hver dagskrárliðurinn við af öðrum og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. M.a. verður boðið upp á tónleika, myndlistasýningar, skemmtikvöld með mat, söngkvöld, Sjómannafjör við Friðarhöfn, hátíðardagskrá á Stakkó og margt […]

Stórgóðir Oddgeirstónleikar

Í gærkvöldi voru haldnir stórgóðir tónleikar helgaðir tónlist Oddgeirs Kristjánssonar en í ár eru 100 ár frá fæðingu Oddgeirs. Tónleikarnir, sem báru yfirskriftina Vor við sæinn, minningartónleikar um Oddgeir, voru jafnframt söfnunartónleikar en allur ágóði tónleikanna rann til þeirra Hólmfríðar Sigurpálsdóttur og Styrmis Gíslasonar, sem misstu einbýlishús sitt vegna veggjatítlu. Um 300 manns sóttu tónleikana […]

Stöðin lokuð á nóttunni

Á félagsfundi Lögreglufélags Vest­mannaeyja á þriðjudaginn var samþykkt ályktun þar sem mótmælt er harðlega þeim skipulagsbreyt­ingum sem boðaðar hafa verið hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, en samkvæmt þeim þá munu einungis átta lögreglumenn vera starfandi í Vestmannaeyjum, þar af sex sem ganga vaktir. (meira…)

Vest­manna­eyjar í úrslitum

Vestmannaeyjar komust ásamt Akureyri áfram í keppni um að fá útnefninguna Norrænt orkusveit­ar­félag. Frosti Gíslason verkefnastjóri hjá Nýsköpunar­miðstöð Íslands í Vestmanna­eyjum staðfesti þetta í samtali við Fréttir. (meira…)

Frumvarp ríkisstjórarinnar um breytingar á kvótakerfinu…

… hafa valdið mér miklum hausverk og leiðindum síðan ég las það í gær, og er ég í raun enn ekki farinn að skilja það til fulls, enda mikil og erfið lesning. Umræðan hér í Eyjum hefur snúist fyrst og fremst um það, að það sé verið að taka af stór útgerðini til þess að […]

Risavaxið blað Frétta að koma út

Nú eru Fréttir um það bil að komast í verslanir og til áskrifenda í Vestmannaeyjum. Blaðið að þessu sinni er sérlega efnismikið enda ein stærsta menningar- og skemmtanahelgi framundan í Vestmannaeyjum, Sjómannadagshelgin. Af því tilefni er sjómannastéttin áberandi í blaðinu en sjón er sögu ríkari. (meira…)

Stórtónleikar í kvöld klukkan 20:00

Langflestir tónlistarmenn í Eyjum standa að tónleikum í Höllinni nk. miðviku­dagskvöld sem verða helg­aðir því að í ár eru 100 ár frá fæð­ingu Odd­geirs Kristjánssonar. Bera þeir yfirskriftina Vor við sæinn, minningartónleikar um Oddgeir. Allir sem koma að tónleikunum gefa vinnu sína og er ákveðið að styrkja fólk sem varð fyrir miklu tjóni þegar veggjatítla […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.