Engin hátíð í ár

Nú ljóst að djasshátíðin, Dagar lita og tóna, sem hefur verið fastur liður á hvítasunnu í 20 ár, fellur niður í ár. Er það mikill skaði því hátíðin hefur alveg frá upphafi verið einn af stóru póstunum í menningarlífi Vestmannaeyja. (meira…)
Eyjamenn fengu útileik gegn Val

Það verður seint sagt að Eyjamenn hafi dottið í lukkupottinn þegar dregið var í 16 liða úrslitum Valitor bikarkeppninnar nú í hádeginu. Eyjamenn fengu útileik og það gegn Val en stutt er síðan að Eyjamenn fóru með sigur af hólmi á Vodafonevelli Valsmanna í Íslandsmótinu. Reyndar er huggun harmi gegn að völlurinn verður vara heimavöllur […]
Jóhanna Guðrún og Jónsi skemmta

Sumarstúlkukeppnin verður haldin í 24. sinn í Höllinni næstkomandi laugardag. Alls taka fjórtán stúlkur þátt í keppninni en stelpurnar voru kynntar sérstaklega í síðasta tölublaði Frétta. Eins og alltaf er boðið upp á glæsilega dagskrá og frábæran mat sem Einsi kaldi matreiðir. Evróvisionstjarnan Jóhanna Guðrún kemur tvívegis fram ásamt gítarleikaranum Davíð Sigurgeirssyni. Þá mun Jónsi […]
Síðasta ferð Herjólfs fellur niður

Vegna vinds og öldugangs við Landeyjahöfn, fellur síðasta ferð Herjólfs niður. Samkvæmt áætlun átti skipið að fara frá Eyjum kl. 20.30 og frá Landeyjahöfn kl. 22.00. Sú ferð fellur semsagt niður. Við Landeyjahöfn er nú 13-19 metra vindur af suðaustri og öldhæðin 2,1 metri. (meira…)
Besta byrjun nýliða í áratug

Nýliðar ÍBV í Pepsi-deild kvenna hafa vakið mikla athygli með því að byrja Íslandsmótið á því að vinna 5-0 sigra á bæði Þór/KA og Aftureldingu í fyrstu tveimur umferðunum. Eyjakonur eru fyrstu nýliðarnir síðan 2001 sem ná að vinna tvo fyrstu leiki sína í efstu deild kvenna, en Grindavíkurkonur unnu þá tvo nauma sigra, á […]
Syngur m.a. á Hásteinsvelli fyrir leik ÍBV og Víkings á sunnudaginn

Kór Flensborgarskólans heldur tónleika í Safnaðarheimili Landakirkju sunnudaginn 29. maí kl. 20:00. Hrafnhildur Blomsterberg stjórnar kórnum. Hún segir tónleikagesti eiga skemmtilegt kvöld í vændum, þar sem finna megi afar fjölbreytta efnisskrá með íslensku og erlendu efni. (meira…)
Lýkur 15 tinda göngu í Eyjum

Þorsteinn Jakobsson, göngugarpur ætlar að ganga á 11 tinda á aðeins 15 klukkustundum á morgun, föstudaginn 27. maí en síðustu þrjá tindana ætlar hann að klífa í Vestmannaeyjum. Þorsteinn ætlar að ganga á 400 tinda í ár en verður hálfnaður í því verki ef allt gengur upp á morgun en með framtaki sínu vill hann […]
Svipuð tilraun var gerð í Zimbabwe og við vitum hvernig fór

Heill og sæll Róbert. Er tilbúinn í þjark og þvarg um breytingar á kvótakerfinu, sem er mér ekkert heilagra en hatrið, fáránleg umræða og ekki síst ósvífið hagsmunapot þeirra sem vilja komast inn í kerfið hefur verið okkur íbúum sjárvarbyggða erfið. Þar spilar líka inn í pólitísk yfirboð til sveitarfélaga, sem fóru ílla út úr […]
Eigum við ekki að tala saman eins og siðað fólk?

Nú ber svo við í umræðum um sjávarútvegsmál að persónu minni er líkt við fjöldamorðingja sem herjuðu á Eyjarnar á sautjándu öld og náttúruhamfarir sem kostuðu hundruð fjölskyldna heimili sín 1973. Eignatjón sem á sér vart samjöfnuð í Íslandssögunni. Ummæli og talsmáti lýsa auðvitað fyrst og fremst innræti þess sem hefur orðið, í þessu tilfelli […]
Binni í VSV og servíettuhagfræðin

„Ríkisstjórnin leyfir sér að kasta fram frumvörpum til laga um að umturna skipulagi fiskveiða án þess að meta á neinn hátt afleiðingarnar. Ég sagði við Samfylkingarþingmennina að fyrst stjórnarliðar sæju ekki ástæðu til að reikna út á svo mikið sem servíettuhorn til hvers stefna þeirra leiddi tæki ég af þeim ómakið.Við blasir mynd sem er […]