Nýr bátur í flotann

Nýlega kom til Eyja nýr skemmtibátur og sem hlotið hefur nafnið Jötunn. Báturinn er skráður sem farþegaskip og er 10 metra langur. Aðalvélar eru tvær Suzuki utanborðsvélar, samanlagt gefa þær 440 hestöfl. Báturinn er í eigu Ribsafari ehf, fyrir eiga þeir annann samskonar bát sem þeir keyptu á síðasta ári, hann heitir Ribsafari.is. (meira…)

Byggðastofnun fundar í Eyjum í næstu viku

Ársfundur Byggðastofnunar verður haldinn í Eyjum næsta miðvikudag, 25. maí. Verður hann í Höllinni. Auk hefðbundinnar dagskrár fundarins, verður í fyrsta sinn veitt sérstök viðurkenning, svonefndur „Landsstólpi“, sem er samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar. (meira…)

Opnar vinnustofu í �??bænum�??

Listakonan og Eyjakonan Sigurdís Arnarsdóttir hefur opnað vinnustofu að Skipholti 9 í Reykjavík. Sigurdís segir að vinnustofan verði opin þegar hún er við vinnu og út ágúst. Og hún býður Vestmannaeyinga sérstaklega velkomna til sín og segist vera með kaffi á könnunni. (meira…)

Fyrningarleið í samningagæru

„Aðdragandinn er sérkennilegastur. Ýmsir forráðamenn stjórnaflokk­anna segja að hér sé „samninga­leiðin“ fram komin. Það eru aftur á móti afar sérkennilegar samninga­viðræður þegar annar samnings­aðilinn, þ.e.a.s. sjávarútvegsfyrir­tækin, bæði stór og smá, hafa hvorki fengið tækifæri til að koma að vinnu við útfærslu þessa svokallaða samnings né að semja um nokkurn skap­aðan hlut,“ sagði Binni í Vinnslu­stöðinni […]

Einn til að borga Hörpu?

„Ég hef gert mitt besta í að ná einhverjum áttum í þeirri hafvillu sem ríkisstjórnin er enn og aftur að senda okkur út í. Við fyrstu sýn virðist mér, eins og nánast öllum sem tjáð hafa sig um þetta frumvarp, það vera afar skaðlegt eins og það lítur út núna,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri um […]

Margrét Lára með fjögur

Margrét Lára Viðarsdóttir fór hreinlega hamförum fyrir íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu í kvöld þegar Ísland mætti Búlgaríu á Laugardalsvellinum. Búlgarska liðið var engin fyrirstaða fyrir það íslenska, sem sigraði 6:0. Margrét Lára gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur af sex mörkum Íslands en auk hennar var Fanndís Friðriksdóttir í byrjunarliðinu og átti góðan leik. […]

Herjólfur sneri við vegna vélarbilunar

Herjólfur sneri við frá Landeyjahöfn nú síðdegis. Skipið var komið upp að höfninni en varð frá að hverfa vegna vélarbilunar. Samkvæmt upplýsingum sem fengust um borð var farinn startari í annarri af tveimur vélum skipsins en við komuna til Eyja þurfti aðstoð hafnsögubáts Vestmannaeyjahafnar við að koma Herjólfi að bryggju. (meira…)

Ekki tilbúnar til að taka þátt í eðlilegum og sjálfsögðum breytingum

Að undanförnu hefur verið unnið að breytingum á ýmsum málum í afgreiðslu Herjólfs í Vestmannaeyjum. Breytingarnar eru gerðar samhliða innleiðingu á nýju og fullkomnu sölu- og bókunarkerfi sem var tekið í notkun í febrúar. Nýja bókunarkerfinu er m.a. ætlað að einfalda hluti varðandi afgreiðslu og bæta þannig þjónustuna við farþegana sem ferðast með Herjólfi. (meira…)

Reknar fyrir að standa á gerðum kjarasamningi

Bæjarbúar hafa að undanförnu ekki farið varhluta af því að Eimskip reka afar sérstaka starfsmannastefnu. Skemmst er þess að minnast þegar þremur þernum á Herjólfi var sagt upp einungis vegna þess að þær vildu fá að sýna verkalýðsfélaginu nýjan samning um breytt verksvið þeirra. (meira…)

Sömu vinnubrögð og leiddu til hruns

Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum líkir vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar við nýtt frumvarp um stjórnun fiskveiða við þau sem leiddu til bankahrunsins. Til snarpra orðaskipta kom milli framkvæmdastjórans og þingmanns Samfylkingarinnar á fundi í Eyjum í gærkvöldi. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.