Herjólfur sneri við frá Landeyjahöfn nú síðdegis. Skipið var komið upp að höfninni en varð frá að hverfa vegna vélarbilunar. Samkvæmt upplýsingum sem fengust um borð var farinn startari í annarri af tveimur vélum skipsins en við komuna til Eyja þurfti aðstoð hafnsögubáts Vestmannaeyjahafnar við að koma Herjólfi að bryggju.