Kristján Tómasson sýndi mestu framfarir í Keflavík

Á dögunum hélt körfuboltalið Keflavíkur sitt lokahóf. Eyjapeyinn Kristján Tómasson gekk í raðir Keflvíkinga fyrir veturinn eftir að hafa leikið í yngri flokkum og meistaraflokki ÍBV en óhætt er að segja að Kristján hafi slegið í gegn í Keflavík. Hann fékk verðlaun á lokahófinu fyrir mestu framfarir, sem voru ein af þremur verðlaunum sem voru […]

�?etta er ekkert mál – kaupið bara kafbát

Vandræðin í kringum Landeyjahöfn í vetur eru Eyjamönnum, og reyndar landsmönnum öllum vel kunnug. Málefnið virðist hafa ratað út fyrir landsteinana því rússneskur hugmyndasmiður að nafni Viktor Huliganov sendi ritstjórn Eyjafrétta bréf þar sem hann kemur með bestu lausnina fyrir Landeyjahöfn, að eigin mati. Það er að kaupa rör, staðsetja það í hafnarmynninu, kaupa líka […]

Sannfærandi sigur KFS á Árborg

KFS vann í dag góðan sigur á 2. deildarliði Árborgar í 2. umferð Valitors bikarkeppninnar en Eyjamenn leika deild neðar. Lokatölur urðu 3:0 en staðan í hálfleik var 2:0. Heilt yfir voru Eyjamenn beittari í sínum sóknaraðgerðum og þar lá munurinn í dag en sigurinn færði KFS sæti í 32ja liða úrslitum keppninnar. Eftir miklu […]

Réðum ekki við að spila í rokinu

Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV var að vonum svekktur með leikinn gegn Fylki í dag. „Já í rauninni. En aftur var þetta rokleikur sem er erfitt að ráða við. Það eru fáir sem geta spilað fótbolta í svona veðri og við réðum ekki við það í dag.“ (meira…)

Svekkjandi tap gegn Fylkismönnum

Leikmenn ÍBV geta verið svekktir með leik sinn gegn Fylki á Hásteinsvelli í dag. Liðið lék illa, virkaði andlaust og sumir leikmenn náðu sér engan veginn á strik. Fylkisliðið komst tvívegis yfir í leiknum og hafði betur 1:2 en staðan í hálfleik var 1:1. Fyrri hálfleikur var þó skárri hjá Eyjamönnum en það verður að […]

Að gefnu tilefni – Varist eftirlíkingar

Að gefnu tilefni vilja hinir einu sönnu Massar benda Eyjamönnum á að varast allar eftirlíkingar. Massarnir er æfingahópur gullfallegra Eyjapeyja sem æfa saman í líkamsræktarstöðinni Hressó. Í hálfsíðu auglýsingu í vikublaðinu Fréttum kemur fram annar hópur, líklega ungir og óreyndir drengir af mölinni, sem gefa sig út fyrir að vera MassaFlokkurinn. Þessu ber alls ekki […]

Landeyjahöfn ófær, hægt að fljúga

Flugfélagið Ernir fór aukaferðir í gærkvöldi með hóp á vegum Grunnskóla Vestmannaeyja sem átti pantaða ferð til Kaupmannahafnar í dag. Fólkið komst ekki með Herjólfi í gær eftir að hætt var við siglingar um Landeyjahöfn. Herjólfur siglir til Þorlákshafnar í dag. (meira…)

Allar ferðir til �?orlákshafnar

Herjólfur mun í dag eingöngu sigla til og frá Þorlákshöfn en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eimskip. Í tilkynningunni segir að það sé gert vegna veðurs og öldugangs í Landeyjahöfn en siglt var frá Vestmannaeyjum klukkan 7:30 og frá Þorlákshöfn verður farið 11:15. Þá verður siglt síðdegis frá Eyjum klukkan 15:00 og frá Þorlákshöfn […]

Áfram siglt í Landeyjahöfn

Herjólfur mun sigla áfram í Landeyjahöfn fram yfir helgi en farið verður eftir sjávarföllum, öldufari og veðri, eins og kemur fram í fréttatilkynningu frá Eimskip. Farnar verða þrjár ferðir á dag og er búið að opna fyrir bókanir í þessar ferðir. Farþegar eru hvattir til að mæta tímanlega og vera tilbúnir með farmiða sína. (meira…)

�??Semjum ekki við náttúruöflin�??

„Við ætlum að leysa þetta mál eftir því sem frekast er kostur, en við verðum og erum nauðbeygð til þess að gefa málinu tíma. Vegna þess við verðum að sjá hver framvindan verður í náttúrunni, og síðan taka mið af því,“ sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, á Alþingi um Landeyjahöfn. Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hóf utandagskrárumræðu […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.