KFS vann í dag góðan sigur á 2. deildarliði Árborgar í 2. umferð Valitors bikarkeppninnar en Eyjamenn leika deild neðar. Lokatölur urðu 3:0 en staðan í hálfleik var 2:0. Heilt yfir voru Eyjamenn beittari í sínum sóknaraðgerðum og þar lá munurinn í dag en sigurinn færði KFS sæti í 32ja liða úrslitum keppninnar. Eftir miklu er að slægjast því úrvalsdeildarliðin koma inn í 32ja liða úrslit en KFS hefur m.a. spilað gegn KR, Fylki og ÍBV í bikarkeppninni undanfarin ár. 32ja liða úrslitin verða leikin 25. og 26 maí.