Hugmyndir um kjarnorkuver í Vestmannaeyjum árið 1959

Í síðasta tölublaði Frétta var fjallað um hugmyndir um að setja upp lítið kjarnorkuver í Vestmannaeyjum árið 1959. „Raforkumálastjóra hefur borist tilboð í lítið kjarnorkuver. Björn Kristinsson, verkfræðingur á Orkudeild raforkumálastjóra, hefur unnið að mati á tilboði General Electric og skrifað ítarlega skýrslu sem nefnist Kjarnorkuver fyrir Vestmannaeyjar,“ segir í frétt frá árinu 1959 sem […]
Aukaflug til Eyja á morgun

Vegna mikillar eftirspurnar hefur Flugfélagið Ernir ákveðið að setja upp aukaflug frá Reykjavík kl 14:30 og frá Eyjum kl 15:15. Enn eru sæti laus í flugið og er fólki bent á að bóka sig á www.ernir.is og ná þannig hagstæðustu sætunum hverju sinni. (meira…)
VG klofinn flokkur í Suðurkjördæmi

Vinstri hreyfingin grænt framboð er klofinn flokkur í Suðurkjördæmi segir Atli Gíslason sem sagði sig úr þingflokki VG í gær. Kjördæmisráð flokksins í Suðurkjördæmi segir að trúnaðarbrestur hafi orðið á milli Atla Gíslasonar og stjórnar kjördæmisráðsins. Atla sé ekki lengur sætt í umboði kjósenda VG á Suðurlandi. (meira…)
Harma úrsögn Atla

Stjórn kjördæmisráðs Vinstri grænna í Suðurkjördæmi harmar úrsögn Atla Gíslasonar úr þingflokki VG og lýsir yfir vonbrigðum með að þingmaðurinn skuli ekki hafa rætt fyrirætlanir sínar við stofnanir og grasrót flokksins í kjördæminu. Þetta kemur fram í ályktun frá kjördæmisráði VG í Suðurkjördæmi. (meira…)
Skallaði dyravörð eftir að hafa verið hent út

Ein líkamsárás var kærð í vikunni til lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Árásin átti sér stað á veitinga- og skemmtistaðnum Volcano en einn af gestum staðarins réðist á dyravörð. Sá hafði haft afskipti af gestinum þar sem hann var að reykja inni á staðnum en honum var í kjölfarið vísað út vegna hegðunar sinnar. Þegar maðurinn ætlaði […]
Opnast Landeyjahöfn fyrir 1. apríl?

Ef allt gengur eftir, gæti Landeyjahöfn opnað fyrir 1. apríl. Þetta kemur fram í vikulegri spá Siglingastofnunnar vegna hafnarinnar en á vef stofnunarinnar er sagt að litlar líkur séu að Landeyjahöfn opnist fyrir 28. mars. Samkvæmt ölduspá megi hins vegar búast við ágætis veðri til dýpkunar seinni part dags 23. mars til 28. mars. Höfnin […]
Sorpa og svínaríið

Í síðustu viku gat að líta í ágæta grein í Fréttum frá vini mínum og frænda, Páli Scheving, þar sem hann m.a. lýsir sjónmengun sem blasir við af toppi Heimakletts og að eitthvað þurfi að gera í þeim málum: Orð í tíma töluð. (meira…)
Eiður Aron í U-21 árs landsliðið

Eiður Aron Sigurbjörnsson, leikmaður ÍBV hefur verið valinn í leikmannahóp U-21 árs landsliðs Íslands sem leikur tvo æfingaleiki gegn Úkraínu og Englandi. Eiður hittir þar annan leikmann ÍBV, Þórarinn Inga Valdimarsson. Leikirnir fara fram ytra dagana 24. og 28. mars. Þá voru þær Svava Tara Ólafsdóttir og Sigríður Lára Garðarsdóttir valdar til æfinga með U-17 […]
Höllin/Hallarlundur, áskorun og keppni

Nú er fimmti þátturinn hjá strákunum í Eyjar TV kominn á netið en í þættinum kíkja þeir m.a. upp í Höll og Hallarlund og spjalla við Bjarna Ólaf Guðmundsson. Hjörleifur Davíðsson tekur áskorun sem snýst um pool og harðan haus. Þá tapaði Þórarinn Ingi Valdimarsson átkeppni og þurfti að fara ber að ofan út í […]
Tveir sigrar hjá stelpunum

Kvennalið ÍBV í knattspyrnu lék tvo æfingaleiki um helgina og vann þá báða. Fyrst unnu þær Hauka nokkuð örugglega 3:0 og svo Aftureldingu 5:2. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði fjögur mörk í leikjunum tveimur, þar af þrennu gegn Aftureldingu. Frá þessu er sagt á heimasíðu ÍBV, www.ibvsport.is. (meira…)