Ein líkamsárás var kærð í vikunni til lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Árásin átti sér stað á veitinga- og skemmtistaðnum Volcano en einn af gestum staðarins réðist á dyravörð. Sá hafði haft afskipti af gestinum þar sem hann var að reykja inni á staðnum en honum var í kjölfarið vísað út vegna hegðunar sinnar. Þegar maðurinn ætlaði aftur inn, var honum meinuð innganga. Hann sætti sig ekki í það og upphófust átök milli hans og tveggja dyravarða sem endaði með því að gesturinn skallaði annann dyravörðinn. Málið er í rannsókn en þetta kemur fram í dagbókarfærslu lögreglunnar sem má lesa hér að neðan.