Eyjamenn eiga harma að hefna

Í kvöld klukkan 19:30 munu Eyjamenn taka á móti ungmennaliði Selfoss í Eyjum í 1. deild karla í handbolta. Liðin hafa tvívegis leikið áður í vetur, ÍBV vann með einu marki á Selfossi, 25:26 en Selfyssingar gerðu sér lítið fyrir og unnu ÍBV í Eyjum með tveimur mörkum í hörkuleik, 28:30. Eyjamenn eiga því harma […]
Suðurlandssýning í Ráðhúsinu 19. mars

Laugardaginn 19. mars verður í Ráðhúsinu í Reykjavík Suðurlandssýning undir yfirskriftinni „Suðurland já takk“. Þar fylkja Sunnlendingar liði og kynna það sem er efst á baugi í fjórðungnum. Það eru Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, menningarfulltrúi Suðurlands og Markaðsstofa Suðurlands sem leiða þetta verkefni ásamt fjölda annarra s.s. ferðamálafulltrúum, sveitarfélögum, handverkshópum, klösum og ferðaþjónustuaðilum á Suðurlandi. (meira…)
Sækja um frest vegna Sorpu

Á 100. fundi Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja var m.a. fjallað um málefni Sorpeyðingarstöð Vestmannaeyja og þeim áformum Umhverfisstofnunnar að svipta stöðina starfsleyfi vegna rykmengunar frá stöðinni. Vestmannaeyjabær fer fram á frest á breytingum á starfseminni, vegna þess að niðurstöður mælinga sérfræðings Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, sem framkvæmdar voru 2. mars, verða ekki tilbúnar fyrr en eftir nokkrar […]
Stórleikurinn í beinni í Hallarlundi

Í kvöld klukkan 19:45 verður líklega einn stærsti leikurinn í Meistaradeildinni í vetur, fyrir utan sjálfan úrslitaleikinn þegar tvö skemmtilegustu lið heims mætast í síðari umferð 16-liða úrslitum. Arsenal vann Barcelona 2:1 í fyrri leik liðanna í London en nú mætast þau að nýju í Barcelona. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu í Hallarlundi og […]
Leikmaður ÍBV spilaði með Fram gegn ÍBV

Leikmaður ÍBV spilaði í gærkvöldi með Fram gegn ÍBV í N1 deild kvenna. Birna Berg Haraldsdóttir hefur leikið með Framliðinu í handbolta í vetur og verið einn af lykilmönnum liðsins. Hún hefur hins vegar samþykkt að spila með ÍBV í knattspyrnu í sumar þar sem hún kemur til með að verja mark Eyjaliðsins og hefur […]
Fram ekki í teljandi vandræðum með ÍBV

Nýkrýndir bikarmeistarar Fram voru ekki í teljandi vandræðum með ÍBV þegar liðin mættust í Eyjum í kvöld. Reyndar náðu Eyjastúlkur að stríða Framliðinu lengi vel en styrkleikamunurinn á liðunum var hins vegar of mikill til að úr yrði spennandi leikur. Lokatölur urðu 24:33 eftir að staðan í hálfleik var 11:16. (meira…)
Tveir gistu fangageymslur lögreglunnar um helgina

Tveir fengu að gista fangageymslur lögreglunnar í Vestmannaeyjum um síðustu helgi. Annar fékk var tekinn vegna ölvunar og óspekta en hinn gisti tvær nætur í röð í fangageymslunni auk þess sem lögregla þurfti að hafa afskipti af honum nokkrum sinnum vegna vandræða sem sköpuðust í kringum ástand hans. Þetta kemur fram í dagbókarfærslu lögreglunnar sem […]
Bikarmeistarar Fram á leið til Eyja með Herjólfi

Í kvöld klukkan 19:30 taka Eyjastúlkur á móti nýkrýndum bikarmeisturum Fram í N1 deild Íslandsmótsins. Leiknum átti upphaflega að fara fram á laugardaginn en samgöngur hafa verið tregar vegna veðurs og því var leiknum frestað bæði laugardag og sunnudag. Framstúlkur mættu hins vegar galvaskar í Þorlákshöfn í morgun og eru nú á leið til Eyja […]
Svanur þriðji í söngkeppni Samfés

Eyjapeyinn Svanur Páll Vilhjálmsson gerði sér lítið fyrir og varð þriðji í Söngkeppni Samfés sem fór fram á laugardaginn. Söngkeppnin er hluti af Samféshátíðinni sem fer fram í Laugardalshöll en þá koma saman unglingar úr félagsmiðstöðvum landsins og skemmta sér. Á föstudeginum var risadansleikur í Laugardalshöll en daginn eftir var svo söngkeppnin. (meira…)
Sighvatur kominn til Malaví

Heimsreisa Sighvatar Bjarnasonar heldur áfram en hann er nú staddur í Malaví í Afríku, á leið norður heimsálfuna áður en hann fer yfir til Asíu. Rútuferðirnar virðast vera æði sérstakar þarna suður frá. „Ferðin frá Harare í Zimbabwe til Blantyre í Malawi tók því 17 tíma, og af þeim var sami gospell diskurinn spilaður í […]