Í kvöld klukkan 19:30 taka Eyjastúlkur á móti nýkrýndum bikarmeisturum Fram í N1 deild Íslandsmótsins. Leiknum átti upphaflega að fara fram á laugardaginn en samgöngur hafa verið tregar vegna veðurs og því var leiknum frestað bæði laugardag og sunnudag. Framstúlkur mættu hins vegar galvaskar í Þorlákshöfn í morgun og eru nú á leið til Eyja ásamt dómarapari leiksins.