Gunnar Heiðar til reynslu hjá Nörrköping

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, sem nýverið skrifaði undir fjögurra ára samning við ÍBV, hefur verið kallaður til reynslu hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Nörrköping. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍBV-íþróttafélagi en þar segir ennfremur að það liggi fyrir að félagið muni ekki standa í vegi fyrir því að Gunnar fengi aftur tækifæri til að fara erlendis í […]
Enn frestað hjá stelpunum

Það ætlar að reynast íþróttaliðum Fram erfitt að komast til Eyja. Nýkrýndir bikarmeistarar Fram í handbolta kvenna áttu að koma í gær og spila við heimastúlkur en þá reyndist vera ófært. Í dag er veðrið lítið skárra og því sitja Framstúlkur sem fastast í höfuðborginni. Leiknum hafði verið frestað til 13:00 í dag en nú […]
Obbó-síí með Eyjakvöld á meginlandinu

Söng og skemmtisveitin Obbó-síí frá Eyjum er um helgina að túra um Suðurlandið og í gærkvöldi hélt hún Eyjakvöld í Hvíta húsinu á Selfossi. Í kvöld verður hún í Heimalandi undir Eyjafjöllum. Árni Johnsen, alþingismaður verður sérlegur gestur sveitarinnar í kvöld. (meira…)
Klukka sett upp í Eimskipshöllinni

Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs á miðvikudaginn, lá m.a. fyrir erindi frá ÍBV íþróttafélagi um að fá að setja upp klukku í nýju Eimskipshöllinni. Er hún ætluð annars vegar til upplýsinga fyrir iðkendur á æfingum og hins vegar til að mæla tíma í keppni þegar æfingamót eru í gangi. (meira…)
Ellefu marka tap gegn ÍR hjá strákunum

Karlalið ÍBV steinlá í dag á útivelli gegn ÍR. ÍR-ingar eru í öðru sæti 1. deildar á meðan ÍBV er í því fjórða en lokatölur í leik liðanna urðu 33:22 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 17:12. Sigurður Bragason varð markahæstur með fimm mörk og Einar Gauti Ólafsson skoraði fjögur. (meira…)
Eyjamenn í öðru sæti

Um helgina fer fram síðari umferð í Íslandsmóti Skákfélaga en mótið fer fram í Reykjavík. Sveit Taflfélags Vestmannaeyja var fyrir síðari umferðina í öðru sæti og er þar enn, eftir tap gegn Hellismönnum í gærkvöldi, 4½-3½ eftir háspennuviðureign. Tvær umferðir eru eftir í síðari umferð Íslandsmótsins og hófst sú fyrri í dag klukkan 11. (meira…)
Margrét óstöðvandi með íslenska landsliðinu

Margrét Lára Viðarsdóttir virðist vera óstöðvandi á Algarve mótinu í knattspyrnu en íslenska landsliðið hefur nú unnið tvo fyrstu leiki sína í mótinu. Andstæðingarnir hafa ekki verið af verri endanum, Svíþjóð voru lagðir af velli 2:1 í fyrsta leik og í gær lagði íslenska liðið það kínverska að velli með sömu markatölu. Margrét Lára hefur […]
Stelpurnar taka á móti nýkrýndum bikarmeisturum

Klukkan 13:00 taka stelpurnar í ÍBV á móti nýkrýndum bikarmeisturum í Fram en þetta er fyrsti leikur Safamýrarliðsins eftir sigurinn í bikarkeppninni. Framarar eru jafnframt í harðri baráttu við Val um efsta sætið í N1 deildinni en Fram vann einmitt Val í bikarnum. Eyjastúlkur eru einnig í harðri baráttu í deildinni því þær eiga enn […]
Erna gestur laugardagsfundar

Gestur Laugardagsfundar 5. mars, verður Erna Jóhannesdóttir fræðslufulltrúi og ræðir faglegan þátt skólamála í Vestmannaeyjum og stöðu grunnskólans á landsvísu. Kaffi og meðlæti. (meira…)
Fyndnasti brandari í heimi

Breskir vísindamenn sögðu fyrir skömmu frá fyndnasta brandara í heimi, þegar lokið var umfangsmestu rannsókn sem gerð hefur verið á kímnigáfu. Undanfarið ár hefur fólki hvarvetna í heiminum gefist kostur á að greiða atkvæði um brandara á Netinu með því að nota þar til gerðan „hláturmæli“, auk þess að leggja sjálft fram brandara. (meira…)